Mikilvæg atriði fyrir keppnishlaup 💃🕺
Hér langar mig að renna yfir nokkur mikilvæg atriði fyrir keppnir jafnt sem lengri æfingar 🤝
1. Æfingar:
- Æfingar fyrir keppni ættu alltaf að ganga út frá því að undirbúa þig sem best, hér er gott að líkja eftir komandi keppni sem mest og æfa þætti á borð við: vegalengd, undirlag, hita, hækkun og lækkun (stafagöngu) og svo mætti lengi telja.
Dæmi: Esjan er góður æfingastaður fyrir Esjumaraþon og Súlur Vertival en hentar ekki alveg jafn vel fyrir Laugarveg
2. Búnaður:
- Það er mjög mikilvægt að velja búnað sem þú kannt inná og heldur öllu sem þú þarft: Skór, buxur, bolur, sokkar, hlaupabakpoki, drykkjarbrúsar og öryggisbúnaður/auka fatnaður.
3. Næring og öryggisbúnaður:
- Ég nota hlaupavesti, brúsa og öryggisbúnað frá Sportvörum. Ég hleyp með 2x330ml brúsa framan á vestinu sem ég fylli á drykkjarstöðvum og nota öllu jafna gel í hröðustu hlaupunum en skipti yfir í orkustykki og fastari fæðu í hægari og lengri hlaupum. Öryggisbúnaður er alltaf: Fjölnota glas, sími, flauta og álteppi (hægt að fá svona kitt í Sportvörum, fyrir utan símann ;D). Í lengri hlaupum bætis við þennan lista auka fatnaður, höfuðljós, og lágmarks ml í vökva og kaloríur í mat.
4. Útfærsla á hlaupi:
Útfærsla á hlaupinu á alltaf að stilla í takt við getu, vegalengd, hækkun og lækkun, hitastig/kulda og drykkjarstöðvar í braut. Því lengra hlaup því mikilvægara er að byrja hægara og ég hef það sem þumalputtareglu að byrja ekki of hátt með púls fyrstu km hlaups. Ef þú vilt fá sem bestu upplifun af hlaupi þá byrjaru þeim mun hægar og bætir í seinni hluta hlaups.
5. Éta eða vera étin:
Ef þú nærir þig ekki reglulega gegnum hlaupið þá fellur orkan hægt og rólega í takt við blóðsykur og á endanum lenda flestir á vegg ef ekki er gripið inní. Borðaðu reglulega í hlaupi 20-30 min fresti og reyndu að drekka vel yfir keppnir þar sem ég mæli sterklega með að hafa sem oftast vökvann í formi orku, sölt, steinefna og aminósýra.
——————————————————————————
ultraform.is sportvorur baetiefnabullan preppbarinn garminbudin shokzaislandi dyrfjallahlaup sulurvertical laugavegurultra hengillultra ...
It's time trial Tuesday, right?
One awesome shot from Laugarvatn triathlon shot by maggiphotography 💯😎
#tttuesday #timetrial #becube #triverslun #teamcubeiceland #triathlon #swimbikerun ...
European Championship - You were one hard lesson!
Að uppskera í keppnum fyrir alla þá vinnu og tíma sem þú hefur lagt inn yfir allan veturinn er ein magnaðasta tilfinning sem ég hef á ævinni upplifað. Það gerir þetta allt svo innilega þess virði.
Ég hef aldrei getað ímyndað mér hvernig það myndi vera að klára svona langa keppni, eftir langt undirbúnings tímabil, og koma í mark ekki sátt.
En þannig er leikurinn, þú annað hvort uppskerir fyrir það sem þú hefur lagt inn eða þú lærir af reynslunni.
Þessi keppni fór í þann reynslubanka.
Það er eitt að þjálfa líkamann fyrir keppni, vera vel nærður, sofa vel, með góðan búnað. En svo er það hausinn. Þú ert aldrei að fara að geta gert þitt allra besta ef hausinn er ekki stilltur rétt og með þér í liði.
Það er svo margt þennan dag sem ég gæti dregið fram og sagt að hafi verið ástæðan fyrir því að þetta gekk ekki eins vel og ég vonaðist. En það var ekki ástæðan.
Ég er ekki í þessu til að stóla á að allt þurfi að vera fullkomið til að ég geti gert mitt besta. Ég er ekki að þjálfa mig til að geta einungis höndlað bestu mögulegu aðstæður. Ég er að þjálfa mig til að geta gert mitt allra besta í öllum mögulegum aðstæðum. Þjálfa hausinn í að takast á við það sem koma má og gera það vel.
En þessi keppni… sundið og hjólið gekk vonum framar og þegar ég klára T2 þá var ég með 12 mínútna forskot á tímann minn frá 2021. Eina sem var eftir var þá hlaupið… mín allra besta grein.
Um leið og ég byrja hins vegar hlaupið, þá klikkar hausinn og sama hvað ég reyndi þá náði ég honum ekki á strik.
Þar liggur ástæðan. Ekki veðrið, ekki hitinn, ekki líkaminn - Hausinn var einfaldlega ekki nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar.
Lokatíminn var 5:36 sem er töluvert frá markmiðinu, en nú þarf bara að stilla focusinn uppá nýtt þar sem það eru ekki nema 10vikur þangað til við endurtökum leikinn á Ítalíu🚀
Þótt elsku íþróttahjartað sé brotið þá held ég að þetta hafi verið ágætis tuska í andlitið sem mun leiða gott af sér. Þetta fékk mig til að endurskoða hvað ég er að gera og hvernig. Ýtti mér út í það að finna betri leiðir og breyta til. Ég hlakka til að takast á við breytingarnar og koma sterkari til leiks við næstu ráslínu🤍 ...
Some fun facts from the 3 days and 750 km. ride and 7.010 meters climbed.#arnawfwc Race.
Total Strokes: 143.760 (No wonder the knees hurt)
Total time on the saddle: 40,09 hours (No wonder why the bottom, neck and hands hurts)
Total Calories Burned:17.466 (Constant eating and I gained one kilo in the race, but maybe it´s just fluid) ...
Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram 🕺💃
Virkilega gaman að segja frá því að um leið og við fögnum tveggja ára afmæli ultraform.is héldum við okkar fyrsta utanvegahlaup með framiceland sem fór framúr okkar björtustu væntingum.
Við settum hámarksfjölda í 300 mans og óviss hvernig skráning færi í fyrsta hlaupinu þá komust færri að en vildu.
Allt skipulag og umgjörð gekk ótrúlega vel og töluðu margir um hversu vel hlaupið heppnaðist.
Með góðu teymi er svo sannarlega hægt að halda gott partý og það síndum við vel í fyrsta hlaupinu.
Það er klárt mál að hlaupið verður árlegur viðburður hjá okkur og Fram 🤝🤝
Jóna Hildur er mikill snillingur og reynslubolti í skipulagsmálum kringum hlaup og án hennar í okkar teymi hefði umgjörð og skipulag aldrei orðið svona flott (sjá hér mynd af mér og Hildi), Símona lagði mjög mikla vinnu í skipulag og umgjörð og Fram hópurinn frábær í brautinni og uppsetningu brautar (sjá myndir).
Ég er afar þakklátur þeim frábæru styrktaraðilum sem komu að hlaupinu 🙏🙏
————————————
ultraform.is framiceland sportvorur baetiefnabullan garminbudin gg_sport spiran.is hledsla daveandjonsiceland keynatura heilsa.is ...
Það var gaman að taka þátt í 22km Hólmsheiðarhlaupi UltraForms og Fram, eftir vinnu á fimmtudag.
Hlaupa um Reynisvatn og slóða sem ég hef ekki hlaupið áður, seinnihlutinn var að skottast upp á Úlfarsfell tvisvar sinnum, það veitti ekki af þar sem ég átti alveg eftir að skoða útsýnispallinn á toppnum 😅
Með þessari keppni lauk fyrsta þriðjung í æfingaprógramminu fyrir HM í utanvegahlaupum Tælandi í nóvember. Ég viðurkenni það alveg að það hefur tekið mig smá tíma að sætta mig við að fara í keppnir eins þetta hlaup, með þreytta fætur og geta ekki hlaupið af eins mikilli hörku og ég geri þegar ég mæti hvíldur fyrir keppni sem ég hef sett stefnuna á. En þetta er partur af áætluninni, nýta keppnir sumarsins hér heima sem undirbúning fyrir HM í nóvember.
Ég varð í öðru sæti, á palli með flottum hlaupurum. Takk sigurjonernir og þitt fólk fyrir boðið í hlaupið og til hamingju með flott hlaup, massa mikið af útdráttarverðlaunum og flott verðlaun.
.
.
#nikereykjavik #lemoniceland #nettó #nowiceland #hledsla #ggsport #isey_skyr_is #garminbudin #hlaup #cravingíís #reykjavik #undirbúningurfyrirhm #alwaysdoyourbest ...
Fyrsta hlaupið eftir Hengil komið, Hólmsheiðarhlaupið 22K ✅. Lenti í smá tjóni á leiðinni, drepvont en fyndið eftirá og það ætti vonandi ekki að taka of langan tíma að laga. Next up Laugavegur ef allt er orðið gott og svo 112km erlendis í haust.
-
Þetta er my signature pose.
-
Takk kærlega fyrir frábært hlaup sigurjonernir simonavarei og allir aðrir sem komu að þessu, þetta verður klárlega á planinu árlega! ...
What a day, what a run! 🏃♂️ Can't thank ultraform.is sigurjonernir simonavarei and others who organised and held the 22km trail run "Hólmsheiðarhlaup" yesterday enough but we had a blast! 🙏💯
I surprised myself with a very solid performance in the hilly terrain, clocking CRs on Strava throughout the course so the body must be in good shape, I guess 😅
22.5 km, 650m climbed and a time of 1h 31 minutes with the whole thing 💥👌
Now a well needed rest today before we're back on it this weekend 👊😎
#garminbudin #garminiceland #hleðsla #hledsla #triverslun #becube #onrunning #runonclouds #2xu #sportvorur #greenfiticeland #samstarf #triathlon #trilife #swimbikerun #trails #hilly #running ...
Tvö ár síðan við fórum síðast í æfingaferð í Landmannalaugar með Laugavegshóp Náttúruhlaupa. Var nýlega búin að komast að því að ég væri ólétt og um þetta leyti var ógleði og þreyta byrjuð að stigmagnast 😫 Nú er aftur komið að sömu æfingaferð með hópnum á laugardaginn 🙏 og aðeins 2 vikur í laugavegurultra 🎉
📸 natturuhlaupin
‧
‧
‧
#náttúruhlaup #natturuhlaup #66north #66north #natturuhlaup #náttúruhlaup #trailrunningiceland #runninginiceland #trailrunning #ultrarunner #ultrarunning #laugavegurultra ...
It's fun to get New stuff but I would not recomend to set them up day before race. Last night vent into How to transfer courses from Strava to Garmin I guessed I was to focust on how the 1030 worked but 1040 has a brand new look and navigation 🙂 I am getting old 😉 #cyclingwestfjords #arnawfwc ...
Icelandic Champion again at Olympic Distance at Laugarvatn! 🏆
Tough conditions in the water with temperatures between 8-10°C made me struggle with power on the bike for the first 40 minutes 🥶 but I'm satisfied with the effort nonetheless 💯
Now some easy training until a 22km trail competition hosted by ultraform.is on Thursday 👊😎
#garminiceland #garminbudin #sportvorur #2xu #onrunning #runonclouds #hledsla #hleðsla #triverslun #teamcubeiceland #greenfiticeland #samstarf #becube ...