ABS innkallar stálhylki

ABS Innkallar stálhylki fyrir snjóflóðabakpoka sína

 

ABS snjóflóðabakpokaframleiðandinn bregst við mistökum birgja með innköllun á öllum stálflöskum sem eru með framleiðsludegi fyrir 3. desember 2014. Þar sem það er möguleiki á því að við áfyllingu á þessum flöskum hjá undirverktaka ABS hafi járnagnir komist í hylkin sem geta stíflað þrýstikerfið sem blæs út neyðarpokana og hindrað virkni þeirra.  Eins óskar ABS eftir því að fá að skoða alla ABS poka sem mögulega hafa verið blásnir út með stálhylki. Athugið að þetta á ekki við um poka með koltrefjaflöskum nema ef það er möguleiki að pokinn hafi verið blásinn út með stálflösku.

 

Garminbúðin er umboðs og dreifingaraðili ABS á Íslandi og eru eigendur ABS poka hvattir til að hafa samband við Garminbúðina og koma með bakpokann í skoðun þar. Þá verður stálhylkinu skipt út með nýrri flösku og þrýstikerfið skoðað og prófað, ef einhver grunur er um að stálagnir hafi komist í þrýstikerfið verður bakpokinn sendur til ABS í Þýskalandi og eiganda lánaður poki á meðan.

 

Á norðurlandi er hægt að fara með pokana í Motulbúðina á Akureyri og láta skoða pokana þar.

 

Fyrir hönd ABS viljum við koma á framfæri afsökun á því ónæði sem þetta skapar en það er með öryggissjónarmiði að leiðarljósi sem ABS bregst svona við þótt aðeins þrjú tilfelli á æfingu hafa komið í ljós fram að þessu.

 

 

Fyrir hönd Garminbúðarinnar,

 

Ríkarður Sigmundsson