Íslenskt lyklaborð í GPSMAP 62 & 62s

Nú getur þú fengið íslenskt lyklaborð í Garmin GPSMAP 62 og 62s útivistartækin.

Uppfærðu tækið í V5.0 með Webupdater :
http://www8.garmin.com/support/collection.jsp?product=999-99999-27

Þegar þú færð næst upp lyklaborðið á skjánum í tækinu þá þarf að ýta á Menu takkan, ýta næst á Enter til að fara í Keyboard Language.
Þar finnur þú Icelandic með því að fletta niður, velur það síðan með því að ýta á Enter.

Önnur útivistartæki sem eru komin með íslenskt lyklaborð eru Oregon 600/650 og Montana 600/650