ARVA Bakpoki Calgary 26L

24.900 kr.

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

 • Rauður / Svartur
 • Svartur / Gulur
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur

Lýsing

Umhverfisvænir bakpokar

Calgary 26 bakpokarnir voru hannaðir af ARVA og Picture Organic Clothing með það markmið í huga að gera umhverfisvænan poka. Pokinn er gerður úr endurunnum pólýester efnum sem gefa ekkert eftir hvað varðar gæði. Rúlla þarf lokinu til að opna pokann að ofan og hægt er að loka því á tvo vegu – einnig er hægt að stækka það til að stækka geymsluplássið um 4L. Mittisbeltið gerir pokann mjög stöðugan, jafnvel við erfiðar aðstæður en hægt er að fjarlægja það fyrir léttari ferðir. 
Pokinn getur borið skíði, snjóbretti, ísexi og er er kjörinn í vetrarsport. Gott aðgengi er að öryggisbúnaði í hólfi fremst á bakpokanum.

 

Hvernig er endurunnið pólýester frábrugðið venjulegu pólýester?

Það er umhverfisvænna að endurvinna pólýester heldur en að framleiða það frá grunni. Endurunnið pólýester heldur sömu gæðum og venjulegt pólýester hvað varðar styrk og endingu og hefur minni áhrif á umhverfið.

Er endurunnið pólýester betra?

1. Endurunnið pólýester þarfnast engrar olíu í framleiðslu og stuðlar því að smærra kolefnisfótspori.

2. Við framleiðslu á endurunnu pólýester er losun CO2 fjórfalt minni heldur en við framleiðslu á venjulegu pólýester.

3. Endurvinnsla á plastafurðum stuðlar að betri nýtingu á auðlindum okkar.

Mittisbeltið

Við trúum á hagkvæma og þægilega hönnun á mittisbeltum því þau eru nauðsynleg í fjallgöngum og skíðaferðum. Auk þess að veita þér stuðning og þægindi þá léttir mittisbeltið einnig á þunganum sem hvílir á öxlunum. Ef þú ert að fara í styttri ferðir er ekkert mál að fjarlægja mittisbeltið til að létta á pokanum.

Sér hólf fyrir öryggisbúnað

Við vitum að viðbragðstími skiptir máli þegar slysin gerast. Þess vegna er sér hólf fremst á pokanum fyrir skóflu og leitarstöng.

Hitamótuð bakplata

Hönnunin á bakinu er byggð á sérmerki Picture Organic Logo. Bakplatan er hitamótuð til að veita sem mest þægindi. 

Pláss fyrir vatnsslöngu

Í axlarólunum er hólf með rennilás fyrir vatnsslöngu sem sér til þess að hún sé ekki fyrir og verndar hana fyrir kulda og höggskemmdum.

Lykkjukeðja

Lykkjukeðjur eru einstaklega nytsamlegar og gera þér kleift að festa alls kyns hluti við bakpokan þinn eftir þörfum.
 

Umhverfisvæn hönnun meðPICTURE ORGANIC CLOTHING

Hjá Picture Organic Clothing snýst allt um sjálfbærni. Á þessu ári ákváðum við að vinna saman til að gera umhverfisvænan, hágæða og flottan bakpoka með sem smæstu kolefnisspori. Bakpokinn er unnin úr 300D og 150D pólýester sem unnið var úr endurunnu plasti.

Þyngd

 • 1020 g

Eiginleikar

 • 30cm x 60cm x 20 cm
 • Stórt 26L geymslupláss sem hægt er að stækka í 30L með því að rúlla út lokinu.
 • Mittisbelti með einum stórum vasa og tveimur lykkjum sem hægt er að fjarlægja.
 • Lykkja fyrir ísexi.
 • Festingar fyrir skíði.
 • Festingar fyrir snjóbretti.
 • Samhæft hjálmafestingu frá ARVA.
 • Lykkjukeðja.
 • Sér vasi fyrir öryggisbúnað.
 • Samhæft mörgum vatnsslöngum og pokum.
 • Hitamótuð bakplata með Picture Organic Clothing merki.
 • 48cm löng bakplata.
 • Sér vasi fyrir verðmæti.
 • Pláss fyrir 15” fartölvu.
 • Ól yfir bringu með öryggisflautu.
 • Efni: 300D pólýester og 150D pólýester fóðrun, bæði unnin úr endurunnu plasti.
 • YKK rennilásar.