ARVA Ýlir EVO 5 Snjóflóðaýlir

35.900 kr.

Mikil afköst, lítil fyrirferð. EVO5 er lítill og nettur, en bíður upp á allt sem þarf, og er einfaldur í notkun þegar á reynir. Hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Vörunúmer: ARNIEVO5 Vöruflokkur

Lýsing

Í EVO5 er 35 ára þróun og sérþekking frá Arva tekin og sett í snjóflóðaýli sem passar í lófann á þér. EVO5 er með gríðaleg afköst þrátt fyrir stærð. Hann er með 50m breitt leitarsvæði, hóp prófun, merkir staðsetningu og stilling sem fer sjálfkrafa yfir í sendingu. Allt þetta og meira til, gerir þennan ýli frábæran í leit og björgun. Hann er með baklýstan skjá, hátalara sem gefur frá sér píp og leiðir þig á nákvæman og skilvirkan hátt að þeim sem grafinn er.

Ábending: Hulstur er selt sér

lOFTNET
 • 3
EIGINLEIKAR
 • 50m breitt leitarsvæði
 • Hóp prófun, prófun á tíðni og sendistyrk
 • Merkir staðsetningu
 • Stafræn vinnsla merkis
 • Segir til um fjölda þeirra sem grafnir eru (3+)
 • Sjálfvirk prófun
 
 
 
 • Stilling sem fer sjálfkrafa yfir á sendingu
 • Truflana vörn
 • U-beygju aðvörun
 • Baklýstur skjár
 • Þyngd: 170g (með úlnliðsól og rafhlöðum)
HÖNNUN OG SKILVIRKNI

Hönnun og skilvirkni voru höfð að leiðarljósi alveg frá upphafi þróunar til að gera EVO5 einfaldan og notendavænan. Þriggja stöðu sleði, stór skjár, og merkihnappur á miðjum ýli gerir aðgerðir einfaldar á meðan leit stendur.

Lítill en öflugur
Þó að hann sé lítill, þá slær hann ekkert af í samanburði við stærri ýlana. 50m breitt leitarsvæði, merkir staðsetningu og verst gegn truflunum frá símum og öðrum rafmagnstækjum. Getur farið sjálfkrafa aftur yfir á sendingu, sem kemur sér vel af sá sem er að leita lendir í snjóflóði. Einnig bíður ýlirinn uppá hóp prófun og bendir þér á að taka U-beygju svo að þú farir sem stystu leið að þeim sem er grafinn.

Þér gæti einnig líkað við…