Everyday Messenger

14.950 kr.

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

  • 13" stærð
  • 15" stærð
Síminn Pay Léttkaup
kr
Greiða eftir 14 daga

14 daga greiðslufrestur er í boði fyrir þessa vöru.

Smelltu hér til skoða verðskrá Síminn Pay.

Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur ,

Lýsing

Everyday Messenger taskan er stórt stökk frá hinni klassísku hliðartösku. Með hjálp frá Trey Ratcliff, sem er þekktur ferða- og útivistar ljósmyndari, hefur Peak Design hannað tösku sem þú getur aðlagað að þínum þörfum, sama hvert þú ert að fara og hvað þú hefur með þér. Búið að er taka þetta sígilda töskuútlit og endurhanna nánast hvert einasta atriði, allt frá MagLatch™ smellunni og FlexFold™ skilrúminu til vatnsheldu hlífarinnar og stillanlegu axlarólarinnar. Capture clip myndavélafestingin (aukahlutur) og hólf sem hægt er að opna framan á töskunni, gera hana mjög hentuga fyrir ljósmyndara. Þessi taska hentar fyrir ljósmyndara, ferðalanga, í daglega notkun og allt þar á milli.

Taskan kemur í 2 stærðum:
> 15″ (passar fyrir allt að 15″ fartölvu)
> 13″ (passar fyrir allt að 13″ fartölvu)
View our bags comparison chart for details.

FYRIR MYNDAVÉLAR OG HVERSDAGS NOTKUN

Þetta er ekki eingöngu myndavélataska. Taskan er með færanlegum skilrúmum sem þú getur raðað upp að vild, þannig að hún hentar hverjum sem er.

Pláss fyrir allt saman

Hættu að leitast eftir tösku með einhverju ákveðnu hólfi fyrir einhvern einn hlut sem þú ert alltaf með á þér. Everyday Messenger töskuna er hægt að setja upp eins og þú vilt, þannig að hún er sér sniðin að því sem þú vilt taka með þér.

LAGAR SIG AÐ INNIHALDI

Taskan er hönnuð til að þenjast út og dragast saman eftir því sem er í töskunni án þessa að hún missi lögunina. Taskan er einnig með góðar, stillanlegar ólar.

FLEX-FOLD™ skilrúm

Origami-skilrúmin er hægt að nýta á margan hátt og koma í veg fyrir að það sér dautt pláss í töskunni sem nýtist ekki. 3 skilrúm koma með 15″ töskunni og 2 með 13″ töskunni.

Hólf fyrir fartölvu og spjaldtölvu

Taskan er með sér hólf fyrir fartölvu og spjaldtölvu sem hægt er að komast í án þess að opna aðalhólfið á töskunni.

Heldur öllu myndavélasettinu

Í 15″ töskunni er pláss fyrir allt myndavélasettið þitt, allt að DSLR myndavél í fullri stærð með 3 linsum og aukahlutum. Í 13″ töskunni er pláss fyrir speglalausa vél, 2 linsur og aukahluti.

Auðvelt að ferðast með þrífót

Taskan er með festingu sem hentar nánast öllum gerðum af þrífótum, allt frá litlum ferðastærðum uppí fulla stærð. Með töskunni koma siliconbönd til að halda löppunum á þrífætinum saman á meðan ferðast er með hann.

NÝ LOKUNARHÖNNUN

MagLatch™ er hugsanlega eina töskulokunin sem er örugg, hljóðlát, sést ekki og hægt að opna/loka með annari hendi. Lokunin er með segli og 4 mismunandi lokunarstillingum sem eru hnoðaðar við ryðfría stálplötu. Segullinn grípur í plötunna og heldur töskunni lokaðri án þess að læsa henni. Til að læsa henni þarftu að ýta festingunni upp, og til að losa aftur er nóga að toga festinguna út.

ÞÆGILEG UPPSETNING

Festingar fyrir myndavélar

Tveir staðir á töskunni eru hugsaðir fyrir Capture clip myndavélasmelluna (selt sér) þannig að einfalt og fljótlegt er að nálgast myndavélina.

Rennilás fyrir aðal hólfið

Rennilás á toppi töskunar gerir þér kleift að fara í aðalhólf töskunar.

Aukahólf sem einfalt er að nota

Hólf sem þú kemst í framan á töskunni er kjörið til að geyma minni hluti sem einfalt þarf að vera að komast í án þess að opna aðalhólfið.

Litamerktur saumur

Litamerktur saumur á vösunum gerir einfalt að skipuleggja dótið þitt, eins og að aðgreina ný battery frá notuðum og tóma minniskubba frá fullum.

Hliðarvasar með festingum

Tveir hliðarvasar eru sitthvoru megin á töskunni og er tilvalið að nota þá fyrir smáhluti eins og snjallsíma eða linsulok. Í öðrum vasanum er lyklafesting sem heldur lyklunum föstum svo þeir detti ekki úr og einfalt er að smella henni af þegar það þarf að nota lyklana.

Passar í handfarangur

Taskan passar og er samþykkt sem handfarangur í öllum helstu flugfélögum. Báðar stærðir passa vel undir flugvélasæti.

Fer vel með farangurinn þinn

Þú getur notað ólarnar til að festa Everyday Messenger við ferðatöskuna þína meðan þú labbar í gegnum flugvöllinn.

ÞÆGINLEG Í NOTKUN

Einfalt er að lengja og stytta í ólinni til að hafa töskuna lágt á mjöðminni eða hátt uppá bakið.

5 cm breið, fóðruð axlaról

5 cm breið axlaról sem einfalt er að lengja og stytta í, plús að hún er fóðruð að innan sem gerir hana mjög þægilega á öxlina, án þess að vera með auka púða á ólinni sem færist fram og til baka og flækist fyrir.

auka ól fyrir aukinn stuðning

Taskan er með auka ól sem hægt er að setja utanum líkaman til að halda töskunni enn stöðugri.og til að dreifa þunganum.

HÖNNUÐ TIL AÐ HLÍFA

Taskan er með vatnshelda 500D Kodra vax skel, fóðruð með þéttri einangrun og með sterkan DWR undirflöt. Rennilásarnir á töskunni eru einnig vatnsheldir.

Gæða efni og frágangur

Taskan er Hypalon-styrkt og er með extra sterkann saum á álagspungtum. Ólarnar eru nettar og sterkar. Innra byrgði töskunnar er úr mjúkri og sterk ofinni bómull fyrir aukinn styrk, vörn og gæði.

GÓÐUR FRÁGANGUR

Engir lausir endar

Markmiðið var að vera með stílhreina hönnun með engum lausum endum eða ólum sem sveiflast til og frá. Auka ólinn á töskunni er vel frágengin í hliðarvösum á töskunni.

Klassísk hönnun

Útlit töskunnar er hannað með myndavéla- og sendlatöskur frá sjöunda áratugnum í huga. Í töskunni mætast klassískt útlit og sterk efni og hönnun. Töskurnar koma brúnar eða grá/svartar.