-20%

KICA Mini-C nuddbyssa

17.520 kr.

Á lager

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: KICA-MINI-C Vöruflokkur , ,

Lýsing

KICA Mini-C nuddbyssa

Kica Mini-C nuddbyssan frá FeiyuTech er sú minnsta sem þeir bjóða upp á. Það fer lítið fyrir henni og hún passar auðveldlega í buxnavasa. Henni fylgja þrír mismunandi nuddhausar og fjórar hraðastillingar svo þú getur alltaf fundið samsetningu við hæfi.

Létt og nett

KICA Mini-C er minni en iPhone8. Passar í vasann á gallabuxunum.

Hversu létt?

KICA Mini-C er svipað létt og fjögur egg. Þú finnur ekki fyrir henni í farangrinum.

Hraðastillingar

Fjórir mismunandi hraðastillingar eru í boði:
 • 2000 rpm
 • 2400 rpm
 • 3000 rpm
 • Hægt og hratt til skiptis
 

Flatur haus og 3 nuddhausar

 • Flatur haus: Þú getur notað nuddbyssuna án þess að setja á hana haus. Málmhausinn á henni hentar fyrir smærri vöðvahópa eins og t.d. herðablöð og bakvöðva.
 • U-laga: Hryggur, hnakki eða hásin.
 • Keilulaga: Djúpvefir, stórir vöðvahópar, kálfar, læri.
 • Kringlóttur: Bak, mitti, læri, kálfar og aðrir stærri vöðvahópar.

Högghraði

Til að mæta þörfum sem flestra bíður KICA Mini-C nuddbyssan upp á fjórar mismunandi hraðastillingar. Stillingarnar eru frá 2000-3000 höggum á mínútu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hljóðlát

Einstök hönnun, kolalaus mótor og þriggja punkta dempun gera þessa nuddbyssu mjög hljóðláta. Það veitir þér meiri slökun þegar hún er í notkun.

Rafhlöðuending

Í nuddbyssunni er 1300mAh rafhlaða með allt að 7 klst rafhlöðuendingu í notkun. Einungis 2 klst í hleðslu til að fullhlaða.

Eiginleikar

 • Efni: Plast
 • Þyngd: 213g
 • Hraði: 650 – 3200 rpm
 • Rafhlaða: 1300mAh 
 • Rafhlöðuending: allt að 10 klst
 • 4 hraðastillingar: Allt að 3200 högg á mínútu.
 • 3 nuddhausar fylgja.
Products not found