-38%

vívofit jr 2 Disney

9.900 kr.

Disney heilsuúr fyrir krakka

 • Vatnshelt barna heilsuúr með Disney þema
 • Sterk, teygjanleg ól, sérsniðin litaskjár og rafhlaða sem endist í meira en ár. Þarf aldrei að hlaða. Úrið notar CR1632 rafhlöðu.
 • Tengist með Bluetooth við vívofit® jr. App.  Í appinu er hægt að setja verkefni fyrir barnið og hægt að setja inn sérsniðnar áminningar á þeim tíma sem þú ákveður.
 • Barnið fer í gegnum borð í appinu ásamt því að spila leiki til að safna stigum, kemst áfram í leiknum með því að ljúka a.m.k. 60 mínútna hreyfingu sem almennt er mælt með sem lágmarks dagleg hreyfing.
 • Skráir almenna hreyfingu/skrefafjölda, svefntíma og aukna hreyfingu með 60 mínútna markmið.

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

 • Avangers stillanleg
 • Avangers teygjanleg
 • Mína Mús stillanleg
 • Mína Mús teygjanleg
 • Princess-bleik-stillanleg
 • Princess-fjólublá-stillanleg
 • Spiderman rautt stillanleg
 • Spiderman svart stillanleg
 • Star Wars stillanleg
 • Star Wars teygjanleg
Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur ,

Lýsing

Töfrarnir eru allt í kring þegar börnin eru með Disney vívofit jr 2.  Vatnshelt og sterkbyggt heilsuúr með meira en 1 árs rafhlöðuendingu, það þarf ekki að stöðva leikina til að hlaða! Foreldrar útbúa verkefni í appi og gefa verðlaun lok verks, svipuð hugsun og svokallað límmiðakerfi. Appið fyrir barnið er ævintýraleikur með sama þema og útlit úrsins er.

Flott hönnun sem endist

vívofit jr. 2 er með sérsniðinn litaskjá og þægilega ól, bæði fáanleg teygjanleg og stillanleg. Börnin geta notað úrið t.d á fótboltaæfingu, í sundi, í skólanum og sofið með það. Engin þörf á að hlaða úrið, það endist í meira en ár og svo er einfalt að skipta um rafhlöðu.

Taktu þátt í leik tengdum útliti úrsins á hverjum degi.

Alla daga terkur barnið þátt í nýju ævintýri í appinu, þegar það hefur stundað a.m.k. 60 mínútur af hreyfingu yfir daginn opnast nýtt borð í appinu sem hvetur það til að fara í næsta borð. Barnið og viðkomandi Disney fígúra fara í gegnum ýmis ævintýri í gegnum borðið og taka þátt í ýmsum leikjum í leiðinni til að safna stigum.

 

Interact with a Magical KingdomMagical Kingdoms: A Disney Princess Adventure

Aðstoðarmaður Foreldra

vívofit jr 2 úrinu er stjórnað af snjallforriti úr síma foreldris sem getur fylgst með ásamt barninu. Í forritinu geturðu bætt við fleiri börnum og fylgst með skrefum, svefnvenjum, hreyfingu yfir daginn og merkt við þau verkefni sem er búið að ljúka fyrir daginn. Öll gögnin tengjast sjálfkrafa við símann svo þú þarft ekkert að hugsa um það. Þú getur skráð verkefni og önnur húsverk, skoðað hversu mikla inneign hvert barn er með og jafnvel sett áskorun á alla fjölskylduna um hver tók flest skref yfir daginn. Og allt þetta geturðu séð frá Apple eða Android snjallsímanum þínum.

The Parental Personal Assistant

Vertu með dagsverkin á hreinu

Dragðu úr þeim leiðindum að minna barnið þitt stöðugt á allt sem það þarf að gera, vívofit jr 2 getur reglulega minnt á það sem þarf að gera. Þú getur stillt einstök verkefni eða verið með daglega áminningu fyrir eitthvað eins og að bursta tennurnar eða taka til dótið í herberginu. Barnið getur séð á úrinu áminningar sem hafa verið skráðar af foreldri. Einnig er hægt að stilla verkefnin þannig að þau þurfa að vera búin á ákveðnum tíma og þá minnir úrið barnið á það, áður en það er of seint. Með því að klára daglegu verkefnin vinnur barnið inneign sem það getur skipt út fyrir eitthvað eins og sundferð eða leyfi til að halda náttfatapartí 🙂

Mickey's Birthday SurpriseRewards, Reminders and ResponsibilitiesRewards, Reminders and Responsibilities

Skrefakeppni milli vina

Skrefakeppni milli vina. Barnið getur keppt við vini eða fjölskyldu í því hver tekur fleiri skref. Þetta er keppni milli tveggja aðila innan ákveðins tíma. Þegar þessari keppni er lokið sjást heildar skrefin yfir þennan ákveðna tíma og hver náði betri árangri. Þá er líka hægt að keppa við sjálfan sig um besta persónulega árangurinn. Þessu er öllu stjórnað frá úrnu sjálfu. Foreldri getur svo hlaðið niður Connect IQ appinu til að keppa við barnið sitt í skrefakeppni.

Aðgangur að meiri skemmtun

Þú getur keypt auka ól með öðrum Disney karakter. Það opnar fyrir annan ævintýraleik. Stjörnustríð með Star Wars eða bjarga deginum sem Avenger?

2Battery life varies based on use and smartphone model
3When paired with a compatible smartphone

© Disney