Ferðasett fyrir STRIKER dýptarmæla
29.900 kr.
Taktu dýptarmælinn hvert sem er
- Fullkominn í kajakinn, kanóinn, höfnina eða dorgið
- Harðgerður, færanlegur poki verndar og ber dýptarmælinn þinn
- Festingin er inn í pokanum og með handfangi
- Sogskálafesting fyrir botnstykki og frauðplast sem flýtur
- Endurhlaðanleg rafhlaða og hleðslustýring
Á lager
Lýsing
Það er ekkert mál að taka dýptarmælir, plotter eða sambyggt tæki með í þessu ferðasetti¹. Það verndar og ber dýptarmælinn og inniheldur lokaða, endurhlaðanlega rafhlöðu með hleðslustýringu, innbyggðan kapal og geymslu, sogskálafestingu fyrir botnstykkið og frauðplast sem flýtur.
Þegar þú notar ferðasettið í kajak getur þú notað kayak in-hull festingu til að festa tvískipt Garmin botnstykki (77/200 kHz), CHIRP (77/200 kHz) eða GT20-TM botnstykki (77/200 kHz/ClearVü) við botninn á bátnum. Þessi festing getur verið í vatni í langan tíma án þess að losna á meðan það ver botnstykkið í kajakinum.
¹Samhæft með 4-, 5- og 7-tommu STRIKER dýptarmælum með GPS og 4- og 5-tommu echoMAP og echoMAP CHIRP tækjum (seld sér).