Þegar þú notar Panoptix Forward botnstykki, þá sérð þú greinilega lögun botns og fiska sem synda fyrir framan bátinn þinn – allt í rauntíma; jafnvel þó þú sért stopp. Hægt er að velja á milli: LiveVü Forward og RealVü 3-D Forward.
LIVEVÜ FORWARD
Uppfærir myndina fyrir framan bátinn á örbragði og sýnir þér myndir af því sem er að gerast fyrir framan bátinn í rauntíma. Þú getur séð fisk synda að eða frá bátnum og meira að segja beitu ef þú ert með hana uti í sjónum.
REALVÜ 3-D FORWARD
Uppfærir hluta af 3-D sýninni með hverju merki en það tekur 1-4 sekúndur að uppfæra alla myndina. Sýnir botninn og lóðningar fyrir framan bátinn.
All-seeing is Believing
Garmin voru þeir fyrstu til að bjóða upp á Panoptix dýptarmælingar. Þær eru ólíkar öllu því sem þú hefur séð áður. Nú getur þú séð hvað er að gerast í kringum bátinn þinn í rauntíma. Hægt er að sjá lóðningar í 3-D korti, einnig fiska synda fyrir framan bátinn þinn, beituna þína sökkva og fiskinn taka eða elta hana.
Festingar fylgja.
¹Þetta botnstykki ætti að vera fest á stað þar sem það er upp úr vatni ef að siglt er á hraða yfir 32 km/h (20 mph). Ef það er það ekki ætti ekki að sigla hraðar en 40 km/h (25 mph). Annars er hætta á að botnstykkið skemmist. Alltaf skal festa það á öruggan stað, en ekki þannig að hætta sé á að skemma bátinn.