Garmin GT15M-IH Innanborðs, Mid-Band CHIRP botnstykki(85-165 kHz, 600W) (8-pinna)
39.900 kr.
Á lager
Lýsing
GT15M-IH botnstykkið er kjörið fyrir þá sem vilja hafa botnstykkið innanborðs í trefjabát en ekki fyrir utan þar sem loftbólur geta truflað. Botnstykkið hentar í báta þar sem V-lag skrokksins er milli 0-25 gráður frá láréttum fleti og er frábært í bátum sem ná miklum hraða og vilja samt fá nákvæma dýptartölur.
Botnstykkið er 8-pinna og kemur með 4 ísetningarhólkum með mismunandi halla. Þetta er svokallað mid-band CHIRP sonar sem vinnur á 85-165 kHz og sendiaflið er 600 W. Hægt er að nota þetta innanborðsbotnstykki með GT30-TM utanborðsbotnstykki og millistykki til að tengja þau saman. þannig geturðu haldið góðum dýptarupplýsingum á miklum hraða og verið með góða botnskönnun á minni hraða.
Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum sem fylgja botnstykkinu til að koma í veg fyrir skemmdir á bátnum.