GPSMAP 1222

389.900 kr.449.900 kr.

Kortaplotter með 12″ skjá / Fjölhæfur sónar/dýptarmælir

  • 12-tommu skjár, takkaborð með fjölnota snúningshnappi
  • Innbyggður 10 Hz GPS og GLONASS móttakari
  • Innbyggður stuðningur við Garmin CHIRP dýptarmæli, CHIRP ClearVü og CHIRP SideVü botnskanna ásamt Panoptix™ sónar (botnstykki fylgja ekki með tæki)
  • Að fullu tengjanlegur með Garmin Marine Network og NMEA 2000® auk NMEA 0183 stuðnings
  • Vinnur með BlueChart® g2 Vision® HD sjókorti með sjálfvirkri leiðarvísun auk fleiri leiðsögu eiginleikum.

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

  • 1KW dýptarmælir
  • Ekki dýptarmælir
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur

Lýsing

Frábær plotter með öllu inniföldu, 12″ skjár með takkaborði. Innbyggður stuðningur við Garmin CHIRP dýptarmæli, CHIRP ClearVü og CHIRP SideVü botnskanna. Einnig stuðningur við Panoptix fjölvirkan sónar (botnstykki fylgja ekki með plotter). Samanstendur af stórum og björtum skjá með einföldu stýrikerfi og þægilegri hnappa uppsetningu m.a. flýtihnappar fyrir þá mynd sem þú ert mest að nota auk snúningshnappi.

 

Að fullu nettengjanlegur

Garmin Marine Network veitir samnýtingu milli tækja á dýptarmæli, kortum, notendagögnum, radarmynd, IP myndavélum og Panoptix™ sónar. Einnig tenging við NMEA 2000 netlausn og NMEA 0183 stuðningur fyrir sjálfstýringu, stafræna rofa, FUSION-Link útvarp, VHF talsöð, AIS móttakara auk annara nema.

 

Með Wi-Fi® þráðlausri tengingu

Nýttu þér Wi-Fi þráðlausa tengingu fyrir BlueChart Mobile 2.0 og  Garmin Helm appinu. Garmin Helm gerir þér kleift að skoða og stjórna plotternum með samhæfðum snjallsíma eða spjaldtölvu. Með BlueChart Mobile, sem er frítt app sem hægt að að sækja á App Store™, getur þú fengið veðurupplýsingar um leið og þú planar leiðir í iPad® eða iPhone® tækinu, og senda leiðirnar þráðlaust í samhæfðan Garmin plotter. Einnig getur þú streymt og stjórnað  VIRB myndavélinni beint frá plotternum.

Innbyggð ANT® þráðlaus tenging

Nýttu þér þráðlaust samband með ANT+ tengingu við quatix® úrið, Garmin Nautix™ skjáinn, gWind™ Wireless 2 þráðlausa vindmælinn, GNX™ Wind boxið og þráðlausa fjarstýringu.

Innbyggður dýptarmælir

Innbyggt í tækinu er dýptarmælir/sónar með magnaða eiginleika; þarft aðeins að bæta við botnstykki sem hentar þér. Mælirinn er með Garmin 1 kW CHIRP dýptarmæli, CHIRP ClearVü og CHIRP SideVü botnskanna. Jafnframt er stuðningur við hinn öfluga Panoptix sónar. Veldu eitt eða fleiri botnstykki sem henta þínum þörfum (fylgir ekki með tæki).

Tæki með innbyggðum dýptarmæli geta sent upplýsingar yfir í önnur nettengd Garmin tæki. Dýptarmælismyndina getur þú sett upp eftir þínu höfði.

Stefna og staðsetning uppfærist 10 sinnum á sekúndu !

Hraður og traustur 10 Hz GPS og GLONASS móttakari uppfærir stefnu og staðsetningu 10 sinnum á hverri sekúndu til að skjámyndin verði hnökralaus. Þá er mögulegt að merkja inn allt að 5,000 staðarhnit — til að finna þann stað aftur — hratt og örugglega.

Notaðu okkar bestu sjókort

Tvær SD™ kortaraufar bjóða uppá möguleika á fleiri kortagögnum til að nota samtímis,  BlueChart® g2 HD eða
BlueChart® g2 Vision® HD,sem bætir við Garmin Auto Guidance¹ og þrívíddarsýn af yfirborði og botni..

Búðu til þitt eigið kort með Quickdraw Contours

Búðu til þitt eigið kort með 0.3m dýptarlínum. Settu það upp eftir Þínum þörfum. Þetta eru kort sem þú átt. Getur haft þessi kortagögn útaf fyrir þig eða deilt þeim með öðrum á Quickdraw Community on Garmin Connect™.

GPX gagnaflutningur

Ef þú átt gögn eins og hnit, trökk eða leiðir í öðrum tækjum en frá Garmin — eða jafnvel frá Garmin handtæki —þá er lítið mál að yfirfæra þau yfir í nýja Garmin plotterinn.

¹Auto Guidance er aðeins hugsað fyrir ferðaáætlun en ekki leiðsögn útfrá öryggissjónarmiði.

 

 New Charts Guarantee BlueChart g2 Vision HD Compatible ClearVü SideVü