GPSMAP 7412xsv

GPS plotter og dýptarmælir með 12 tommu snertiskjá

  • 12 tommu snertiskjár (1280×800 WXGA)
  • Innbygður CHIRP dýptarmælir auk CHIRP DownVü og CHIRP SideVü dýptarmæla sem eru með skýrustu myndina á markaðinum (botnstykki seld sér)
  • Mjög nákvæmur 10 Hz GPS/GLONASS móttakari
  • Getur tengst Garmin Marine Network, NMEA 2000® og NMEA 0183
  • Styður GSD™ Garmin dýptarmæla
  • Vatnshelt niður á 1 meter í 30 mín
Vörunúmer: 010-01307-12 Vöruflokkur

Lýsing

 

Hannað fyrir sportveiðibáta, skemmtibáta, strandveiðibáta og alla aðra sem krefjast góðrar frammistöðu, einfaldleika og þann valkost að hafa öflugan dýptarmæli. GPSMAP 7412xsv er með innbyggðum tvöföldum CHIRP dýptarmæli auk þess að hann býður upp á CHIRP DownVü og CHIRP SideVü botnmyndaskanna sem gefa þér skýrustu myndina á vatninu. Tækið styður einnig 50/200 kHz, 77/200 kHz auk Minn Kota® og MotorGuide® botnstykki. Innbyggður 10 Hz GPS móttakari uppfærir staðsetningu þína og stefnu 10 sinnum á sekúndu.

Virkar með öllum Garmin netkerfum og NMEA 2000 (radar, sjálfstýringu, auka upplýsingaskjá, öðrum skjáplotter, FUSION-Link hljóðkerfi, skynjarar, viðbótar dýptarmælar, stafræn skipting, hitamyndavélar, GRID takkaborði á stól og fleira), þú getur einnig tengt GPSMAP 7412xsv við Wi-Fi samhæft tæki.

Innbyggðir háþróaðir dýptarmælar

Innbyggðu valmöguleikarnir fyrir dýptarmæla í GPSMAP 7412xsv eru meðal annars 1 kW CHIRP sonar, sem er flottasta tæknin fyrir veiði og almenna báta. Það inniheldur einnig bæði CHIRP DownVü og CHIRP SideVü botnmyndaskanna sem sýna myndir af botni og örðu sem er undir bátnum nánast í ljósmyndagæðum. DownVü og SideVü eru með skýrustu myndina á vatninu. Tækið styður einnig 50/200 kHz, 77/200 kHz botnstykki sem og Minn Kota og MotorGuide botnstykki.

Styður Garmin Marine Network og NMEA 2000

Tækið er samhæft öllum öðrum tækjum sem geta tengst við netið í bátnum þínum. GPSMAP 7412xsv styður radar, sjálfstýringu, auka upplýsingaskjái, aðra skjáplottera, FUSION-Link hljóðkerfi, skynjara, viðbótar dýptarmæli, stafræn skipting, hitamyndavélar, GRID takkaborði á stól og fleira

Bættu við opnum eða lokuðum radar

Þú getur auðveldlega bætt við Garmin marine radar, m.a. hinn öfluga xHD2 opna radar eða xHD lokaðan radar sem sameinar auðvelt viðmót og fjölda eiginleika.

Deildu innan netkerfis

GPSMAP 7412xsv gerir þér kleift að deila upplýsingum með öðrum samhæfum GPSMAP tækjum, t.d. radar, önnur kort og notendagögn (punktar, rútur og trökk). Notendagögn sem eru færð inn í einn plotter geta hlaðist sjálfkrafa inn á annan plotter svo lengi sem þeir eru á sama kerfi.

Staðsetning og stefna uppfærð 10 sinnum á sekúndu

Hraður og öflugur 10 Hz GPS/GLONASS móttakari uppfærir staðsetninguna þína og stefnu 10 sinnum á hverri sekúndu til þess að hreyfingin þín á skjánum sé sem nákvæmust. Það gerir þér auðvelt fyrir að setja niður 5.000 punkta og finna þá aftur.

Sérstakir seglbáta eiginleikar

Styður sérstaka eiginleika fyrir siglingu á seglbátum (laylines, enhanced wind rose, course-over-ground lines) auk upplýsinga um vind og sjávarföll. Tækið styður einnig ýmsa valmöguleika fyrir keppnir; samhæfðan keppnistíma, leiðsögu fyrir keppnina, tilbúna upphafslínu, hvenær þú átt að gefa í og fleiri upplýsingar. Mælar eru sýnilegir svo þú sjáir allar helstu upplýsingar strax; vindstyrk, vindstefnu, stefnu og rek, lóð- og lárétt gröf og gagnaglugga með breytanlegum upplýsingum.

 

Fáðu bestu kortin á markaðinum

Tvö pláss fyrir SD™ kort sjá til þess að nægt minni sé á tækinu – þá getur þú alltaf bætt við kortum eins og LakeVü HD, LakeVü HD Ultra, BlueChart® g2 eða BlueChart g2 Vision®.

 

GND™ 10 Black Box viðmót

Viðmótið í GND 10 boxið samtvinnar Nexus tæki og skynjara með Garmin fjölskyldunni. Það umbreytir gögnum milli Nexus kerfa og NMEA 2000 svo þú fáir vandræðalaus samskipti milli Nexus og Garmin tækja, þ.a.m. gWind™ og gWind Race mæla.

Samhæft gWind vindmælum

gWind, gWind Wireless og gWind Race vindmælar er með twin-fin tækninni er notar 3-blaða skrúfu. Tengdu NMEA 2000 og samhæfan plotter við GND boxið sem brúar bilið.

FUSION-Link hjóðkerfi

Njóttu þess að geta stýrt FUSION-Link hljóðkerfum beint frá skjánum á tækinu.

Innbyggt Wi-Fi/ANT

Innbyggt Wi-Fi/ANT sem þú getur notað með Garmin Helm™ og BlueChart® Mobile.

Sjáðu og stjórnaðu tækinu þínu úr síma eða spjaldtölvu

Garmin Helm gerir þér kleift að sjá og stjórna tækinu þínu frá samhæfum snjallsíma eða spjaldtölvu. Það er ekkert mál að stilla skjáinn og ef þú ert með iPhone eða iPad getur þú tekið upp video af plotter skjánum og deilt með vinum og fjölskyldu.

Náðu í BlueChart í símann

BlueChart Mobile 2.0, er ókeypis app sem þú getur náð í á App Store™, svo að þú getir fengið áreinanlegar veðurupplýsingar, á meðan þú skipuleggur sjóferðina, í iPadinn eða iPhone og svo sent þær þráðlaust í samhæfan Garmin Plotter. Þú getur svo streymt veðurupplýsingum frá iPadinum eða iPhone áfram í Garmin plotterinn. Jafnvel þó þú eigir ekki Garmin plotter, getur þú samt notast við BlueChart Mobile appið í Apple tækinu þínu.

Panoptix™ Down botnstykki

Með einu Panoptix Down botnstykki færð þú þrjú flott sjónarhorn, sem gera þér kleift að sjá fiskinn synda beint undir bátnum þínum – í rauntíma. Þú getur meira að segja séð fisk í vatnssúlunni í 3-D, frá sjávarbotni og upp á yfirborð – þú þarft ekki einu sinni að vera með bátinn á hreyfingu.


LIVEVÜ DOWN

Sýnir þér sónar mynd fyrir neðan bátinn í rauntíma. Þessi mynd sýnir beituna sökkva og mynda fjólubláan hala á eftir sér og sónar sögu vinstra megin á skjánum.

REALVÜ 3-D DOWN

Skannar svæðið fyrir framan, undir, fyrir aftan og til hliðar við bátinn. Þessi skjár sýnir þér torfu af fisk fyrir aftan bátinn í lóðréttum fasa, fyrir aftan og bakborðsmegin á 35 feta dýpi.

REALVÜ 3-D HISTORICAL

Flettir í gegnum gögn á meðan báturinn siglir og sýnir þér sögu vatnssúlunnar – frá sjávarbotni og upp á yfirborð og alla fiskana þar á milli. Þessi mynd sýnir þér bátinn sigla yfir svæði þar sem fiskitorfa syndir á 30-40 feta dýpi.

Panoptix Forward botnstykki

Með því að nota Panoptix Forward botnstykki færð þú tvö sérstök sjónarhorn, jafnvel þó báturinn sé kyrr. Það sýnir þér botninn auk fisks og beitu í vatnssúlu fyrir framan bátinn þinn – í rauntíma. Þú getur meira að segja séð beituna þína þegar þú dregur hana inn. Þú færð einni 3-D sjónarhorn af fiski og byggingu/botni fyrir framan bátinn þinn.


LIVEVÜ FORWARD

Uppfærslur á skjánum gera vart við sig með ping hljóði og sýnir þér myndir í rauntíma. Þessi mynd sýnir þér stóran blett (t.d. hval) sem nálgast bátinn.

REALVÜ 3-D FORWARD

Skannar stafrænt fyrir framan bátinn þinn og gefur þér skýra 3-D mynd af botninum, byggingu og fisk. Þessi mynd sýnir þér fisk á 10 feta dýpi og botninn á 20 deta dýpi

Búðu sjálfur til sjókort í HD

Quickdraw Contours er ókeypis hugbúnaðarviðbót sem er auðveld í notkun og er nú þegar sett upp í Garmin tækinu þínu. Það býr strax til þitt eigið HD sjókort með 1-feta dýpislínum. Þú getur breytt þeim eftir því sem þær henta þér. Þetta eru þín kort og þú getur gert við þau það sem þú vilt – meira að segja deilt þeim með vinum þínumsem eiga samhæfð Garmin tæki. Þú þarft ekki að hafa neina reynslu til að gera þetta. Þú ferð að veiða og tækið býr til kortið á meðan. Þú þarft hvorki að bíða né senda gögnin eitthvert annað því þau birtast strax á skjánum. Þú getur notað þetta með hvaða Garmin Panoptix™, HD-ID™, CHIRP-enabled, Garmin DownVü™ botnstykki eða NMEA 2000®-samhæfum dýptarmæli. Ertu með fleiri en eitt botnstykki um borð í bátnum? Quickdraw Contours velur sjálfkrafa það botnstykki sem birtir bestu myndina.

Quickdraw ContoursQuickdraw Contours

Mismunandi dýptarsvæðis litir

Þú getur valið milli 10 mismunandi lita til þess að sjá betur dýpi á hverju svæði fyrir sig.

Multiple Depth Range Shading

Stjórnaðu aðgerðum fyrir sjálfstýringuna frá plotternum

Til að gera ferðina auðveldari og þægilegri, þá getur þú stýrt sjálfstýringunni þinni að öllu leyti frá skjánum á plotternum.

Styður Axis myndavélar

Garmin býður uppá stuðning fyrir sérvaldar Axis myndavélar, sem hægt er að nota sem öryggismyndavél eða til að auka vitund fyrir báta af öllum stærðum. Þetta gerir þér kleift að skoða myndavélarnar á hvaða skjá sem er í bátnum þínum. Þú getur einnig stjórnað stækkuninni og hallanum á myndinni í gegnum plotterinn þinn. Axis kóðari getur breytt analog myndavélum, líkt og Garmin GC 10 yfir í IP vídeó.

 

iPhone and iPad are trademarks of Apple Inc., registered in the U.S. and other countries. App Store is a service mark of Apple Inc. Android and Google Play are trademarks of Google Inc.
Wi-Fi is a registered trademark of the Wi-Fi Alliance.

New Charts Guarantee BlueChart G2 BlueChart G2 Vision LakeVü HD Ultra DownVü SideVü