BC 35 Bakkmyndavél

34.900 kr.

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: 010-01991-00 Vöruflokkur

Lýsing

Hafðu augun fyrir aftan bílinn
  • Bakkmyndavél aðeins fyrir Garmin Overlander tæki
  • 160° víðlinsa sýnir þér hvað er fyrir aftan bílinn þegar hann er í bakkgír
  • Innbyggt Wi-Fi® sendir rauntíma mynd frá BC 35 beint yfir í samhæft GPS leiðsögutæki
  • Sendir myndefni þráðlaust allta að 13 metra (uppsetning getur haft áhrif á vegalengdina)
  • Hægt er að tengja myndavélina við fastan straum og fletta þannig á milli myndavélar og leiðsöguhams í GPS tækinu
  • Harðgerð og veðurþolin²

Garmin BC 35 er hágæða myndavél sem eykur verulega sýn fólks á því sem er fyrir aftan bílinn og dregur þannig úr slysum sem verða þegar sjónarhorn er blint.

Einfalt að bakka

Þegar myndavélin er tengd við samhæft GPS tæki frá Garmin, Þá sendir hún mynd í gegnum Wi-Fi, og þannig sérðu bíla, gangandi vegfarendur eða aðrar hindranir fyrir aftan bílin, sem annars væri erfitt að sjá.

Ef myndavélin er tengd í straum við bakkljósið, þá kemur myndin sjálfkrafa upp á GPS tækið þegar sett er í bakkgír, og þegar tekið er úr bakkgír færðu aftur leiðsögumyndina á skjáinn. Einnig er hægt að tengja myndavélina við fastan straum, og þá er hægt að velja á milli myndavélar- eða leiðsöguhams með einum takka.

Viðmiðunarlínur á skjánum er hægt að stilla í samræmi við stærð ökutækis til að auðvelda að áætla bakkvegalengdir. Hægt er að nota allt að fjórar myndavélar í einu til að fá mismunandi sjónarhorn þegar bakkað er.

BC 35 er nógu harðgerð til að þola slæm veður. Garmin mælir með að farið sé á viðurkennt verkstæði til að láta setja myndavélina upp og tengja, en fyrir þau sem treysta sér, þá er í lagi að gera þetta sjálf. Það þarf að setja myndavélina aftan á ökutækið og tengja við straum, eins og bakkljós.

  • Unit weight: 8.3 oz. (235 g)

Cable lengths

  • Camera cable: 59.1” (150 cm)
  • Wireless transmitter cable: 31.5” (80 cm)