D2 Delta

169.900 kr.

Glæsilegt Gps úr fyrir flugið

  • Frábært GPS flugúr með litakortum, NEXRAD veðurupplýsingum¹, sjálfvirk flugskráning, viðvaranir þegar farið er af leið, hæðarupplýsingar og fleira
  • Tengdu úrið við flugtækin fyrir betri GPS leiðsögn og kortavinnslu
  • Úrið bíður uppá snjalltilkynningar, er með innbyggðan púlsmæli, skráir heilsuupplýsingar, æfingaupplýsingar og margt fleira
  • Hægt að geyma og spila allt að 500 lög í úrinu og hægt að tengja við spilara í flugvélinni eða við þráðlaus Bluetooth heyrnatól (seld sér) og hlusta á tónlist án þess að vera með síma
  • Garmin Payer snertilaus greiðslumáti með úrinu, þannig að þú getur skilið veskið eftir heima.
  • Rafhlöðuending allt að 12 dagar sem snjallúr og 18 klst með GPS í gangi (fer eftir stillingum)

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: 010-01988-31 Vöruflokkur ,

Lýsing

Garmin D2 úrin eru fyrstu GPS flugúrin sem nýtast í flugleiðsögn um allan heim, og henta öllum sem vinna við, eða hafa áhuga á flugi. Með D2 Delta línunni erum við búin að færa úrin á hærra plan hvað varðar getu og tengimöguleika. Úrið er bæði fullkomið flug, og æfingaúr, er fallega hannað og kemur í þremur stærðum.  Úrin bjóða einnig uppá tónlistaspilun, Garmin Pay greiðslulausn og margt fleira.

Glæsileg hönnun

Úrið er með silfurlitaða títaníum skífu og rispufrían safír skjá sem gerir úrið einstaklega harðgert og öruggt við erfiðar aðstæður. Úrið er kortum í lit, veðurupplýsingum, leiðsögn á vegpunkta og flugskráningu, sem gerir það að öryggistæki, og að góðri viðbót við önnur tæki í flugvélinni. Á milli flugferða geturðu svo notað úrið sem fullkomið æfingaúr. Það er með innbyggðum Elevate púlsmæli, skráir hreifingu yfir daginn, skráir og greinir æfingarnar þínar og margt fleira. Ólarnar á D2 Delta eru úr sveigjanlegu, svörtu sílikoni, og einfalt er að skipta um ólar án þess að þurfa verkfæri. Og hvar sem þú ert, þá færðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, viðvaranir og fleira, beint í úrið ef þú ert með það tengt við snjallsímann þinn.

Bein stefna eða fljúgðu eftir leið

Úrið er með innbyggðan gagnagrunn um flugvelli um allan heima, og þær upplýsingar geturðu notað til að láta úrið leiðsegja þér á næsta flugvöll, eða farið eftir fyrirfram ákveðinni leið sem þú vilt nota. Þannig að ef þú þarft snögglega að lenda, þá getur úrið beint þér á næsta vegpunkt eða beint á næsta flugvöll. Einnig geturðu skoðað flugleiðir og staðsetningu með upplýsingar um flugvelli, gatnamót, og önnur kennileiti til hliðsjónar. Einfallt er að þysja kortið inn og út til að skoða og fá góða yfirsýn yfir flugvelli, vegi, borgir og aðrar upplýsingar sem koma fyrir í kortinu. Með því að vista þína eigin vegpunkta, þá geturðu fengið leiðsögn á hvaða stað sem er, hvort sem að upplýsingar um hann sáu í kortinu eða ekki. Einnig er einfalt að vista þínar staðsetningar þannig að einfalt er að rata til baka á þá staði sem þú hefur áður verið.

Fly Direct-to or Navigate Map Routes

Tengingar í flugklefanum

Til að einfalda lífið, þá geturðu fengið þér Flight Stream 510 búnað í stýrisklefan (selt sér) sem notar Connext® tækni til að streyma upplýsingum milli D2 Delta úrsins og samhæfðs Garmin leiðsögutækis í flugvélinni. GPS upplýsingarnar sem tækin deila veita þér mun nákvæmari upplýsingar á kortinu í úrinu. Að auki geturðu streymt fleiri upplýsingum í úrið, eins og hæð, lofthraða, lofthita og margt fleira, og allt í rauntíma.

Deildu fluggögnum

Þegar Flight Stream 510 í flugvélinni er tengt við D2 Delta, þá færast allar þær breytingar sem þú gerir á flugleiðinni í garmin tækinu sjálfkrafa yfir í D2 Delta. Þessi þráðlausa gagnafærsla virkar líka með Garmin Pilot™ appinu, þannig að úrið þitt er alltaf tengt við samhæfð Garmin tæki. Einnig er hægt að tengja D2 Delta við wifi og uppfæra þannig kort og húgbúnað sem koma með úrinu, þráðlaust. GDL® 50 móttakari frá garmin tekur við ADS-B upplýsingum (Automatic Dependent Surveillance-Brodcast) og geturðu þannig fengið upplýsingar um flugumferð og aðrar aðvaranir í Garmin Pilot appið, sem sendir upplýsingarnar svo áfram í úrið.

Veður með radar upplýsingum

D2 Delda sýnir þér nýjustu veðurupplýsingar ef þú ert með það tengt við samhæfðan snjallsíma. Þú getur fengið staðbundnar veðurupplýsingar og veðurupplýsingar með tilliti til flugs, eins og t.d. vind, úrkomu, skyggni, hita, Dew Point (hitastig þar sem raki safnast í vökva), loftþrýsting og fleira. Hægt að forrita takka sem flýtival, og vera þannig snögg/ur að fá radarmynd (NEXRAD) yfir kortamyndina í úrinu. Þannig að einfalt er að komast í upplýsingar sem geta hjálpað manni að plana flugið.

Weather with Radar Overlay

Sjálfvirk skráning

Með þráðlausum samskiptum við snjallsíma er D2 Delta snökkt að fara í að skrá flugið og önnur gögn. Í flugtaki nemur úrið hæðabreitingu og fer sjálfkrafa í að skrá niður flugið og upplýsingar sem því fylgir, eins og dagsetningu, vegalengd, flugtíma og flugleið. Svo þegar fluginu er lokið færast þessi gögn í gegnum snjallsímann þinn yfir á flyGarmin.com® og Garmin Pilot appið.

Weather with Radar Overlay2

 

Sérsniðnar upplýsingar

Hægt er að sérsníða upplýsingagluggana á D2 Delta þannig að þú sért með þær upplýsingar sem þú þarft mest á að halda fyrir framan þig, eins og hraða, vegalengd í áfangastað, áætlaður tími á leiðarenda, stefnu, feril, glide ratio og margt fleira. Úrið er líka með hæðarviðvaranir sem láta þig vita þegar farið er upp eða niðurfyrir fyrirfram ákveðna hæð. Einnig er hægt að velja skeiðklukku til að tímasetja aðflug og flugleiðir. Úrið titrar til að láta þig vita þegar þú hefur farið af leið eða þegar réttri flughæð hefur verið náð, og loftvog með súrefnismæli titrar til að láta þig vita að þú þarft að nota viðbótar súrefni. Einnig titrar úrið þegar skipta þarf á milli eldsneytistanka eða þegar sinna þarf öðrum mikilvægum verkum.

Customizable Features

Fullkomið íþróttaúr

D2 Delta er ekki bara flugúr, heldur líka fullkomið íþrótta, æfinga, heilsu og útivistarúr. Úrið greinir hlaupastíl, skráir upplýsingar um líkamlegt form, skráir daglega hreyfingu og margt fleira. Þannig geturðu fylgst með árangri, álagi og forðast meiðsli. Úrið kemur með forhlöðnum æfingarprógrömmum fyrir golf, sund, hlaup, hjól, göngu, róður, skíði og margt fleira. Sem heilsuúr skráir það niður skrefafjölda, svefn, og notar púlsmælinn til að reikna úr kaloríubrennslu og hversu erfið hreyfingin var. Fyrir aukna hvatningu geturðu hlaðið niður æfingarprógrömmum af Garmin Connect .

Advanced Multisport Features

Tónlistarspilun

Hvort sem þú ert í flugi eða á jörðu niðri, þá geturðu verið með uppáhalds tónlistana á úlnliðnum. Úrið geymir allt að 500 af uppáhalds lögunum þínum sem hægt er að taka af tölvu eða í gegnum Spotify og þú getur hlustað með því að tengja þráðlaus Bluetooth heyrnatól við úrið og hlustað án þess að vera með síma á þér (heyrnatól seld sér).

.

A Little Traveling Music

Garmin Pay

D2 Delta er með Garmin Pay, sem er snertilaus greiðslumáti, sem hentar þeim sem eru mikið á ferðinni og ekki alltaf með veskið á sér. Þetta virkar á flestum stöðum sem boðið er upp á snertilausar greiðslur.

Pay with a Wave of Your Hand

Sérsniðin forrit, útlit og ólar

Einfalt er að sérsníða útlit úraskífunar með fríu niðurhali frá Connect IQ™. Breyttu útlitinu, bættu við upplýsinga gluggum, sæktu ný forrit og margt fleira. Einnig er mikið úrval af QuickFit ólum sem hægt er að velja um, hvort sem það er leður, málmur eða sílikon í ýmsum litum, þannig að þú getur hannað úrið eftir eigin höfði og án þess að þurfa nein verkfæri.