Frí sending á pósthús á pöntunum yfir kr. 15.000. Verslunin í Ögurhvarfi er opin 10-18 virka daga

Vörur

Athlete

Hvort sem þú vilt vera best/ur eða færð innblástur frá þeim bestu, þá mun MARQ™ Athlete skilja þig frá keppinautunum. Ekkert annað lúxus GPS úr með snjalltilkynningum sýnir þér hvíldartíma og hámarks súrefnisupptöku á skífunni og sérðu strax upplýsingar um árangur og framfarir.

Adventurer

Hvort sem þú vilt sjálf/ur klífa hæstu tinda eða færð innblástur frá þeim sem gera það, þá hvetur MARQ™Adventurer þig til að ná lengra. Ekkert annað lúxus GPS úr bíður uppá snjalltilkynningar, landakort og rauntíma hækkunar upplýsingar, allt í einu úri.

Captain

Hvort sem þú hefur unnið til verðlauna, eða færð innblástur frá þeim sem hafa unnið, þá er MARQ™ Captain úrið fyrir siglingakappann. Þetta er lúxus GPS snjallúr með fullkomnum siglingamöguleikum sem þú færð ekki í öðrum úrum. Byltingakennd tímatöku tækni fyrir siglingakeppnir með GPS tækni sem staðsetur rásmarkið.

Aviator

Hvort sem þú ert flugmaður eða áhugamaður um flug, þá er MARQ™ Aviator úrið sem heldur þér við efnið. Þetta er lúxus GPS úr sem leiðir þig þangað sem hugurinn dregur þig. Úrið er með snjallmöguleikum, gagnagrunn með flugupplýsingum, neyðarleiðsögn á næsta flugvöll og hægt að tengja við NEXRAD veðurradar og önnur flugtæki þannig að þú ert alltaf við stjórnvölin.

Driver

Hvort sem þú ætlar að setja met á brautinni, eða keyrir ánægjunnar vegna, þá er MARQ™ Driver fyrir þá sem hafa ástríðu fyrir akstri. Þetta er eina lúxus GPS úrið sem bíður uppá snjalltilkynningar og kemur með 250 kappakstursbrautir forhlaðnar inná úrið. Tachymeter skífan gerir þér kleift að mæla hraða á einfaldan hátt. Sjálfvirk skipting milli hringja (Auto lap splits) og samanburðatími milli hringja (live delta time) sýnir þér bætingu og árangur.

Golfer

Hvort sem þú ætlar að keppa á golfmótum eða spilir ánægjunnar vegna, þá er MARQ Golfer úrið fyrir þá sem hafa ástríðu fyrir golfi. Þetta er eina lúxus úrið sem býður upp á snjalltilkynningar, fylgist með golfinu og kemur með 41.000 forhlöðnum golfvöllum. Innbyggður kylfusveinn segir þér hvert þú átt að slá – hann lærir inn á þig því meira sem þú spilar. Sérmerkt keramik skífa fyrir golfið. Græn jacquard-weave nælon ól.