Hvort sem þú ert flugmaður eða áhugamaður um flug, þá er MARQ™ Aviator úrið sem heldur þér við efnið. Þetta er lúxus GPS úr sem leiðir þig þangað sem hugurinn dregur þig. Úrið er með snjallmöguleikum, gagnagrunn með flugupplýsingum, neyðarleiðsögn á næsta flugvöll og hægt að tengja við NEXRAD veðurradar og önnur flugtæki þannig að þú ert alltaf við stjórnvölin.