Forerunner 35

Vörunúmer:

29.900 kr.

Einfalt GPS hlaupaúr með innbyggðum púlsmæli

  • Með Elevate™  tækninni frá Garmin getur þú sleppt því að nota strappa yfir bringuna og mælt púlsinn frá úlnliðnum.
  • Innbyggði GPS móttakarinn mælir hversu langt, hversu hratt og sýnir hvert þú fórst
  • Tengi möuleikar: Bluetooth gerir þér kleift að fá tilkynningar frá snjallsíma, senda gögn frá úrinu sjálfkrafa inn á Garmin Connect,  gert vinum og fjölskyldu kleift að fylgjast með þér í rauntíma með LiveTrack og hægt að stjórna tónlista spilurum símans í gegnum úrið
  • Heilsuúr: Heldur utan um hreyfingu þín yfir daginn, telur skrefin, mælir svefn, kalóríubrennslu, hversu mikið þú stundar æfingar (intensity minutes) og minnir þig á hvernær það er kominn tími til að hreyfa sig
  • Færir upplýsingarnar sjálfvirkt inná Garmin Connect™ til að vista, halda utan um og deila árangrinum þínum
  • Vatnshelt niður á 50 metra
Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur , ,

Lýsing

 

Hlaup

Forerunner 35 er þunnt og létt úr — fullkomið fyrir hversdags hlaupara, fyrir æfingar og keppnir.  Forerunner 35 hefur innbyggðan púlsmæli ásamt því að hafa innbyggðan GPS móttakara sem mælir vegalengdir, hraða, interval og margt fleira. Allar þessar mælingar færðu frá úrinu og engin þörf á að hafa síma meðferðis eða púlsmæli utan um bringuna.

Vertu tengdur

Forerunner 35 titrar til að láta þig vita af tilkynningum úr snjallsímanum þínum – allt frá samfélagsmiðlum til símtala. Að auki getur þú stjórnað tónlistinni í símanum þínum og gert vinum og fjölskyldu kleift að fylgjast með þér í rauntíma með LiveTrack. Ef þú er tengdur við snjallsíma þá uppfærist hugbúnaður úrsins sjálfkrafa.

Text Allerts

Stillanlegt og Garmin Connect

Forerunner 35 GPS úrið gerir þér kleift að hlaða gögnunum þínum inn á Garmin Connect, í gegnum snjallsíma eða tölvu. Inná Garmin Connect appinu eða inn á Garminconnect.com. Garmin Connect gerir þér kleift að skoða allar upplýsingar sem úrið hefur verið að mæla. Hægt að skoða á landakorti hlaupaleiðina sem þú fórst og séð hraðabreytingar, púlsinn og margt fleira.

Úr sem þú getur notað allan sólarhringinn

Það er enginn ástæða til að nota ekki Forerunner 35 á hverjum degi þar sem að Forerunner 35 er bæði GPS hlaupaúr og hversdagslegt heilsuúr. Þegar úrið er notað sem hversdagsúr, þá er það að telja hjá þér skref, kalóríur, vegalengd út frá skrefum, svefn, intensity minutes og 24/7 hjartsláttar mæling. Forerunner 35 minnir þig einnig á að hreyfa þig með viðvörun og titring.

Text Allerts

Forerunner 35 veit hvernig þú hreyfir þig

Move IQ hreyfiskynjarinn vistar sjálfkrafa æfingar sem hægt er að greina og skoða eftir á inn á Garmin Connect™. Skráir þá fjölda mínútna á þeirri hreyfingu á tímalínu dagsins. Með þessum hreyfiskynjara er engin þörf á að stilla inn hvaða hreyfingu þú ert að fara að stunda, Forerunner 35 greinir mismunandi hreyfingar og vistar svo inn það sem þú varst að gera inn á Garmin Connect™. T.d ef þú ferð út að hlaupa þá skynjar Forerunner 35 að þú sért að hlaupa og vistar þá þann tíma sem þú hljópst inn á Garmin Connect™.  Það er hægt að fara inn á Garmin Connect í gegnum snjallsíma smáforrit eða í gegnum internetið í tölvunni inná https://connect.garmin.com/ Inná Garmin Connect getur þú keppt við aðra (e. compete against other) og tekið þátt í áskorunum (e. join challenges).

¹Activity tracking accuracy
²When paired with a compatible smartphone

Device wear and care

Firstbeat