Varia UT800 reiðhjólaljós

29.900 kr.

Snjallt reiðhjólaljós sem stillir ljósstyrk eftir þörf

  • Öflugt reiðhjólaljós fyrir götu- eða fjallahjól  sem er sýnilegt í dagsbirtu í yfir 1500 metra fjarlægð.
  • Gefur allt að 800 lúmena birtu í allt að 1.5 klst.
  • Sjálfvirk birtustilling útfrá aðstæðum, hraða og hjólaprófíl¹ til þess að rafhlaða endist lengur.
  • Hægt að nota stakt eða tengja við Edge hjólatölvu þar sem hægt er að slökkva/kveikja á ljósinu, velja styrkstillingu ofl.
  • Býður uppá 5 stillingar á ljóstegund, hámarks, mið eða lítill styrkur , nætur flass og dags flass.

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

  • Hjálmafesting
  • Stýrisfesting
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur

Lýsing

 

At a Glance

Hvort sem þú ert að hjóla á Grensásvegi eða hjólastígum í Heiðmörk, þá þarftu ekki að leggja hjólinu við sólsetur. Þegar hraðinn breytist þá breytist stilling einnig á  Varia UT800. Þegar tengt er við samhæfða Edge hjólatölvu, þá stillir UT800 ljósstyrkinn eftir þörfum til að ná allt að 4 klst endingu , þú getur því hjólað áhyggjulaus.

Ég sé ljósið

Snjallmöguleikar Varia UT800 gerir þér kleift að tengja það þráðlaust við Edge hjólatölvu sem er með ljósnema. þegar ljósið er samtengt við Edge, getur Varia UT800 sjálfkrafa stillt ljósstyrk útfrá hraða og tegund hjólaprófíls þannig að þú færð meiri ljósstyrk þegar þú hjólar hraðar, og sparað rafhlöðuna þegar þú hjólar hægar. Einnig fer ljósstyrkurinn eftir birtunni úti og hversu mikið er eftir á rafhlöðunni til að þú getir hjólað lengra, og þarft aðeins að smella á skjáinn á Edge tækinu eða nota þráðlausan hnapp á stýrinu til að kveikja og slökkva á ljósinu, stilla birtu og ljóstegund.

Fjölhæf birtustilling

Varia auðveldar þér að velja ljósstyrk og tegund efir aðstæðum. Varia UT800 býður uppá 5 ljósstillingar, hámarks (800 lúmen), miðlungs (400 lúmen), lítið (200 lúmen), flass fyrir myrkur (100 til 300 lúmen) og flass fyrir dagsbirtu (yfir 700 lúmen). Á fullum ljósstyrk, er það sýnilegt í dagsbirtu yfir 1500 metra fjarlægð.

At a Glance

Klárt á hjólið

Varia UT800 snjall ljósið er nett og létt hönnun sem festist á stýrið með out-front festingu jafnvel með Edge tæki eða á hjálminn með festingu á strappa², og þyngdin er aðeins 130 grömm.

¹Þegar parað er við Edge tæki sem hafa innbyggðan ljósnema.
²Rider should adhere to local laws regarding light placement while riding on the road. The Varia UT800 does not conform to StVZO regulations.