Alpha 100

139.900 kr.

Garmin hundarakning

  • Fylgist með allt að 20 hundum eða öðrum eigendum í allt að 10 km fjarlægð
  • Aukin stjórnun með því að nota punktagirðingar, skilgreina radíus, senda tóna eða víbring til hundsins í gegnum T 5 hundaólina
  • 5 sekúnda uppfærsluhraði sér til þess að þú getir fylgst vel með hundinum á hlaupi
  • Aukið öryggi – hægt er að virka LED ljós á T 5 ólinni eða láta aðra eigendur vita með neyðarviðvörun á Alpha 100 tækinu
  • 3-tommu snertiskjár í lit með þægilegu viðmóti
  • Forhlaðið göngukort af Evrópu er í tækinu ásamt eins árs áskrift af BirdsEye gervihnattamyndum

Ekki til á lager

Vörunúmer: 010-01041-A3 Vöruflokkur ,

Lýsing

Alpha

Garmin Alpha 100 hundatækið er ómetanlegt verkfæri sem hjálpar þér að ná sem bestum árangri með hundinn þinn. Tækið er auðvelt í notkun og gerir þér kleift að fygjast með hundinum þínum og meira að segja öðrum Alpha 100 tækjum1.

Öflugri ferlar

Hægt er að fylgjast með einum eða fleiri hundum, hraðanum á þeim og hvert þeir stefna. Auk þess er hægt að sjá stöðuna á honum, t.d. hvort þeir séu á standi. Eitt Alpha 100 tæki getur fylgst með allt að 20 hundum eða eigendum í allt að 10 km fjarlægð með því að fá send merki frá öðrum Alpha 100 tækjum eða T 5 ólum (seldar sér) 1. Ólin uppfærir staðsetninguna á hundinum á 5 sekúnda fresti og því getur þú alltaf fylgst vel með. Á T 5 ólinni er áfast GPS/GLONASS loftnet sem að sér til þess að ólin sé alltaf með nákvæmt og öruggt GPS merki, jafnvel við erfiðar aðstæður.

Þú sérð allt

Alpha 100 tækið kemur með forhlöðnu göngukorti af Evrópu sem veitir þér góða sýn af nánasta umhverfi. Ef þú vilt hærri upplausn fylgir eins árs áskrift af BirdsEye gerihnattamyndum sem hægt er að setja í tækið.

Betri stjórnun

Þú ert með stjórn á öllu ef þú ert með Alpha 100. Með því að nota punktagirðingar eða skilgreindann radíus getur þú fylgst með ferðum hundsins og fengið tilkynningar ef að hann fer úr eða í ákveðin svæði. Þú getur meira að segja sent skilboð til hundsins með víbringi og tónum í T 5 hundaólinni. Þannig getur þú stjórnað hundinum úr fjarlægð.

Til þess að fá sem lengsta rafhlöðuendingu úr T 5 ólinni er hægt að breyta hversu ört ólin uppfærir staðsetninguna á hundinum. Það er hægt að framlengja viðmótið úr Alpha 100 tækinu í annan skjá með því að nota Base Station eiginleikann og þannig fylgst með staðsetningu hunda og hundaeiganda í fartölvu. Að auki er hægt að fjarstýra VIRB myndavél sem er á hundinum frá Alpha 100 tækinu.

Aukið öryggi

Ef að þú stillir punktagirðingar þá getur það hjálpað þér að halda hundinum frá hættulegum svæðum eins og vegum eða klettum. Þú getur búið til afmörkuð svæði og þegar hundurinn fer nálægt þeim fær hann senda viðvörun úr ólinni. Þú getur einnig virkjað LED ljós í T 5 hundaólinni. Ef að hundurinn týnist er hægt að stilla T5 hundaólina á Rescue Mode svo að hún uppfæri sig sjaldnar þegar rafhlaðan fer undir 25% – þannig er hægt að bæta við 12 klst aukalega í rafhlöðuendingu. Ef að þú lendir í slysi getur þú sent neyðarskilaboð frá Alpha 100 tækinu þínu til allra Alpha 100 tækja í næsta nágrenni með þinni staðsetningu.

Skipuleggðu næstu ferð

Skipulegðu næstu ferð með BaseCamp. Það er ókeypis forrit frá Garmin sem að gerir þér kleift að vinna með kort, punkta, rútur og trökk. BaseCamp sýnir þér hæðarlínur í 2D eða 3D í tölvunni þinni. Það er einnig hægt að nota það til að færa BirdsEye gervihnattamyndir úr tölvunni í tækið þitt.

Þráðlausar tengingar

Það er hægt að tengja Alpha 100 við fjölda Garmin tækja. Garmin DriveTrack 70 LM GPS getur móttekið staðsetningu hundarins á korti og reiknað út leiðir til hans útfrá þinni staðsetningu. Einnig geta fēnix® 3, fēnix® 5, fēnix® 5 plus og fēnix® 6 GPS úrin tekið við tilkynningum um stöðuna á hundinum þínum.

Harðgert og endist

Garmin tækin eru þekkt fyrir að vera hönnuð til að nota utandyra og Alpha 100 er gott dæmi um slíkt tæki. Tækið er með 3-tommu glampavarinn snertiskjá sem hægt er að nota með hönskum. Tækið er meira að segja með IPX7 staðal – sem að þýðir að það er vatnshelt í 30 mínútur á 1m dýpi. T 5 hundaólin er einnig mjög harðgerð og hönnuð til að þola flestar aðstæður. Ólin er vatnsheld niður á 1 ATM (10 m) 2 og er með harðgerðu og öflugu VHF loftneti úr stáli.

Alpha

1The T 5 is only compatible with the Alpha 100 and Alpha 50.
2Can withstand pressure corresponding to a depth of 10 meters. See Water Rating for more information.