Alpha 200i

Frá: 139.900 kr.

Alpha 200i er hundatæki með innbyggðu inReach Iridium gervihnattasamskiptum. Tækið kemur með glampavörðum 3.5 tommu snertiskjá og hönnunin notendavæn með sex tökkum.

Heiti vöru Magn

K5 Hundaól

Á lager

1

Á lager   

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: 010-02230-55 Vöruflokkur ,

Lýsing

Hannað til að gera notkun einfalda, aðgengilega og fljótlega.

Skráðu staðsetninguna þína og staðsetningu hundanna.

Einfalt að skrá og halda utan um hundana.

inReach tæknin lætur vita hvar þú ert þó að það sé ekkert símasamband. (Þarfnast áskriftar).

Nýttu þér bestu Garmin leiðsögutæknina og kortamöguleikana.

Útskiptanlegar rafhlöður sem endast í allt að 20 klst. eða í allt að 15 klst. með inReach samskipti í gangi.

FYLGSTU MEÐ HÓPNUM

Fylgstu með allt að 20 hundum í allt að 10 km. fjarlægð (fer eftir húndaól). Staðsetning uppfærist á 5 sek. fresti. Parast við K5 hunsaólina. (Seld sér eða með tæki)

FLOKKAÐU HUNDA Í LISTA/HÓPA

Haltu óvirkum hundum á lista í tækinu og hafðu hina hundana í grúppu svo að þú þurfir ekki að vera að eyða/bæta viðu hundum í tækið. Parast við K5 hunsaólina. (Seld sér eða með tæki)

PRO VIEW ÁTTAVITI

Pro view áttavitastilling sýnir þér á einfaldan og áberandi hátt í hvaða átt og hversu langt er í hundana. Einnig sérðu hvort hundurinn sé á standi eða að gelta uppí tré.

MULTI-GNSS STUÐNINGUR

Notar bæði GPS og Galileo staðsetningarkerfin svo að þú getir staðsett hundahópinn með meiri nákvæmni en með GPS eingöngu.

TOPOACTIVE EVRÓPUKORT

Kemur forhlaðið með TopoActive Evrópukorti sem sýnir hæð, fjallstoppa, strandlengjur, ár, vötn og ýmsa landfræðilega pungta. (Hægt er að kaupa sér Íslandskort með mun meira af upplýsingum)

BIRDSEYE GERVITUNGLAMYNDIR

Hægt að hlaða í tækið BirdsEye gervitunglamyndum til að fá raunverulegri myndir af leiðum, slóðum og margt fleira.

LEIÐSÖGUTÆKI

Hæðatölva með loftvog skráir nákvæma hækkun og lækkun og sýnir breytingar á loftþrýsting. Fullkominn þriggja ása rafeindaáttaviti sýnir þér rétta stefnu hvort sem þú er kyrr eða á ferð.

SJÁÐU VEL Á TÆKIÐ

Glampavarinn, 3.5 tommu snertiskjár gerir tækið einfalt í vinnslu og sést mjög vel á skjáinn þegar verið er að skoða kort eða staðsetja hunda.

VERTU Á FERÐINNI

Útskiptanlegu rafhlöðurnar endast í allt að 20 klst. og allt að 15 klst. þegar inReach sending er í gangi.

VIÐBÓTAR KORT

MicroSD™ kortarauf gerir þér kleift að bæta við kortum í tækið. Mælum eindregið með Íslandskorti í öll tæki. (Selt sér)

SENDIR OG MÓTTEKUR SKILABOÐ

Sendir og móttekur skilaboð, hægt að pósta á samfélagsmiðla og hægt að senda skilaboð á milli inReach tækja. (þarfnast áskriftar)

NEYÐARBOÐ MEÐ SAMSKIPTUM

Í neyðartilfellum er hægt að senda neyðarboð með skilaboðum til GEOS, sem er viðbragðsaðilli sem stendur vaktina allan sólarhringinn. (þarfnast áskriftar)

DEILDU STAÐSETNINGU

Skráðu ferilinn þinn og deildu með fólkinu heima eða með þeim sem eru með þér í ferðinni svo að þau sjái hvernig ferðinni miðar og geti sé staðsetninguna þína. (þarfnast áskriftar)

100% GLOBAL IRIDIUM® GERVIHNATTASAMBAND

Í staðin fyrir að treysta á gsm samband, þá geturðu sent neyðarboð, skilaboð og staðsetningarupplýsingar úm allan heim í gegnum Iridium Gervihnatta kerfið (þarfnast áskriftar)