Alpha 50 hundatæki

134.900 kr.

Göngutæki með ferilvöktun fyrir hunda

  • Trakkar allt að 20 hunda¹ í einu, með drægni allt að 14 km með T5 ólinni og 6 km með T5 minni ólinni
  • Tækið uppfærist á 2.5 sekúntna fresti til að staðsetning hundsins sé hvað nákvæmust, jafnvel þegar hundurinn er á hlaupum
  • GPS/GLONASS móttakarar gera tækið betra og nákvæmara í erfiðu umhverfi heldur en þau tæki sem styðjast bara við GPS eitt og sér
  • Veiðiupplýsingar hjálpa þér að greina veiðimunnstur og hegðun hundsins; vegalengdir, tími ofl
  • Vatnshelt niður á 1 meter í 30 mín

 

Smelltu á mynd/valkost fyrir verð

  • T5 ól(minni ólin)
  • T5 ól(stærri ólin)
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur ,

Lýsing

Astro

Alpha 50 uppfærir staðsetningu hundsins á 2,5 sekúndna fresti og hefur möguleika á að fylgjast með allt að 20 hundum í ein, sem gerir tækið alveg frábært fyrir þá sem vilja fylgjast vel með hundunum. Tækið er með skarpan, 2,6 tommu skjá, bíður uppá að bæta við kortum, virkar með endurhlaðanlegum rafhlöðum frá Garmin og heldur utanum upplýsingar frá hundinum þannig að þú getir svo skoðað og hagað þjálfun útfrá því.

Astro

Fylgstu með hverri hreifingu hundsins

Með því að tengi T5 eða T5 mini ólarnar (seldar sér) við tækið geturðu staðsett hundinn fljótlega og fylgst með trakkinu sem hann er að fara, jafnvel þegar hundurinn er á hlaupum. Alpha 50 er með bjartan og góðan skjá sem gerir þér kleift að sjá vel hvar hundurinn er staðsettur og hvar hann hefur verið. Einnig er hægt að fara í Dog Track gluggan og fá þar kompás með ör sem bendir í átt að hundinum. Til að hafa sem bestu yfirsýnina, þá er einfalt að setja kotragluggan á sjálfvirkt zomm þannig að allir hundarnir séu alltaf inni í mynd í einu. Þeir hundar sem eru of langt í burtu til að passa inná kortagluggan eru merktir inná gluggan með lítilli ör til að benda í hvaða átt hundurinn er. Til að koma í veg fyrir „troðning“ í kortinu, þá geturðu valið um hvort þú viljir sjá alla, nokkra eða engan hund á kortinu. Einnig geturðu vali tíman sem hver hundur er sýnilegur á kortinu. Í tækinu geturðu líka boðið öðrum að fylgjsat með þínum hundi á öðrum tækjum.

Astro

Meiri smáatriði með viðbótar kortum

Alpha 50 er með minniskortarauf fyrir microSD™ kort sem gerir þér kleift að að hlaða niður auka kortamöguleikum eins og t.d. íslandskort eða önnur landakort víða um heim. Einnig er hægt að setja götuleiðsögukort í tækið þannig að það nýtist þér sem í akstri með götuleiðsögn. Þegar þú setur kort í Alpha 50 geturðu séð landslagið í kringum þig og séð þá ef hundurinn er að fara yfir læki eða görur eða aðra staði sem hann á ekki að fara.

Alpha 50 vinnur einnig með Garmin Custom Maps, sem er ókeypis hugbúnaður sem gerir þér kleift að færa pappírskort yfir á rafrænt form og setja í tækið þitt.

Astro

Trakkar og skráir veiðiupplýsingar

Tækið trakkar og skráir veiðimunnstur og hegðun hundsins sem hjálpar þér að gera þjálfunina en hnitmiðaðari. Þú getur séð vegalengd og tíma sem hundurinn er að ferðast ásamt öðrum upplýsingum. Einnig geturðu séð hversu oft hundurinn hefur fundið bráð eða hvenær hann hefur hrakið hana uppí tré.

Astro

Hafðu tölu á bráðinni

Eftir að bráðin er fundin, geturðu merkt nákvæma staðsetningu með Alpha Covey Counter™ (Covey = fuglahópur). Þar geturðu séð nákvæma staðsetningu, tíma dags og hæð, ásamt því að geta skráð hversu marga fugla þú tókst á hverjum stað.   Tækið virkar að sjálfsögðu líka sem leiðsögutæki og geturðu notað það til að vista pungta fyrir bílinn, skálann eða margt fleira svo að þú getir ratað til baka í lok veiðinnar. Pungtana sem þú vistar geturðu merkt með ýmsum myndum svo að það sé auðveldlega hægt að greina hvers eðlis pungturinn er.

Hafðu veiðina markvissa

Gerðu veiðina markvissari með því að nota BaseCamp™ kortaforritið, sem leyfir þér að skoða og skipuleggja kort, vegpungta, leiðir og trökk í tölvunni þinni. Forritið er ókeypis og gerir þér kleift að búa til Garmin Adventures sem þú getur deilt með vinum, kunningjum, fjölskyldu og öðrum hundaáhugamönnum. BaseCamp sýnir landfræðilegar kortaupplýsingar í 2-D eða 3-D með hæðalínum og hæðar prófíl.

Astro

Þráðlaus samskipti

Alpha 50 getur sent og tekið á móti upplýsingum þráðlaust á milli samhæfðra garmin tækja. Það er t.d. hægt að tengja Garmin DriveTrack™ 70 GPS götuleiðsögutæki við Alpha 50 og þannig séð staðsetningu og stefnu hundanna á stærri skjá. Einnig getur fēnix® 3 Gps úrið tekið á móti upplýsingum um stöðu hundsinns sem þægilegt er að skoða á úlnliðnum á sér. Til að samhæfa veiðiferðirnar hjá félögunum, þá talar Alpha 50 líka þráðlaust við Oregon®Montana®GPSMAP® 64 og fleiri tæki sem stiðjast við ANT+®.

Notaðu tölvna þína sem stjórnstöð til að fylgjast með

Settu upp BaseStation hugbúnað í tölvuna þína og breittu henni í stjórnstöð til að fylgjast með hundunum (þurfa að vera með T5 eða T5 mini hundaól) á stórum skjá í rauntíma. Þessi möguleiki er tilvalinn fyrir sem nota leitarhunda við björgunaraðgerðir. Og af því að þetta er GPS/GLONASS búnaður, þá trakkar það þó að það sé ekkert gsm eða internet samband.

Astro

Harðgert, vatnshelt og endingargott

Eins og öll útivistartækin frá Garmin, þá er Alpha 50 traust, einfalt í notkun og harðgert til að þola allt álagið sem fylgir því að þjálfa hunda og fara með þá á veiðar. Vatnsheldni tækisins er IPX7, gengur fyrir AA rafhlöðum. Einnig er hægt að nota endurhlaðanlegar NiMH rafhlöður sem hægt er að hlaða í gegnum tækið. Svo er tækið skær appelsínugult þannig að það er létt að finna það aftur ef það hoppar úr vasanum.


¹Additional dog devices required; sold separately