etrex 20x

Vörunúmer: 010-01508-05

29.900 kr.

etrex 20x er framhaldið af einu vinsælasta og áreiðanlegasta GPS tækinu frá Garmin gerir nú gott betra. Endurhannað útlit, þægilegra notandaviðmót, stækkunarmöguleikar á kortum eru allt einkenni mikillar framfarar á nú þegar frábærum GPS. etrex 20x er fjölhæfur, sterkur og byggður til að þola hvað sem náttúran býður honum uppá – og meira til.
  • Vatnshelt niður á 1 meter í 30 mínútur

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Vörunúmer: 010-01508-05 Vöruflokkur

Lýsing

Sjáðu leiðina

etrex 20x er með nýjan 2.2“ 65K litaskjá, sem að er auðvelt að sjá á við hvaða skilyrði sem er. Þó að búið að sé að uppfæra og auðvelda notkunina á tækinu var engu fórnað hvað varðar hæfnina til að standa af sér hvað sem er – ryk, drulla, raki og vatn bíta ekkert á þetta harðgerða tæki.

Fjölhæfur vinnuhestur

Nú er búið að endurbæta bakhliðina á tækinu þannig að nú er hægt að nota fjöldann allan af festingum á tækið, s.s. fjórhjólafesting, reiðhjól, báta- eða bílfestingar. Hægt að er setja götukort í tækið og þá ertu með vegaleiðsögn á viðkomandi stað. Hvert sem þú heldur að þú gætir þurft að fara, þá eru til kort og festingar fyrir þetta eTrex tæki.

Tilbúinn í framtíðina

Nýju eTrex tækin eru fyrstu GPS tækin fyrir hinn almenna notanda sem geta fundið bæði GPS og GLONASS gervihnettina samtímis. GLONASS er gervihnattakerfi framleitt af Rússum sem að verður ýtt í notkun árið 2012. Þegar að þú notar GLONASS gervihnettina, þá er tækið að meðaltali 20% fljótara að ná merki en þegar að notast er við hefðbundnu GPS hnettina. Og þegar bæði kerfin eru notuð, þá getur móttakarinn náð merki frá 24 tunglum í viðbót við hefðbundna GPS.

Bættu við kortum

Í nýja etrex 20x er innbyggð microSD™ kortarauf og 1.7 GB af innra minni sem að gerir þér kleift að notast við Bluechart® sjókortin, City Navigator NT® á göturnar og svo fjöldann allan af TOPO kortum (Hæðarlínukort). etrex 20x styður jafnframt BirdsEye™ gervihnattamyndir (þarfnast áskriftar), sem að þýðir að þú getur halað niður myndum í tækið þitt og samhæft þær með kortunum þínum.

Samband við erfiðustu aðstæður

Með næma WAADS/EGNOS GPS móttakaranum og HotFix® staðarúttreikningi finnur etrex 20x staðsetningu þína fljótt og vel og heldur merkinu í jafnvel erfiðustu aðstæðunum. Kostirnir eru ljósir – hvort sem þú ert í giljum eða bara á milli hárra bygginga getur þú treyst á etrex 20x til að finna leiðina þegar þú þarft mest á því að halda.

 

Þér gæti einnig líkað við…