eTrex 32x

Frá: 46.900 kr.

Kannaðu heiminn með áreiðanlegu GPS handtæki

  • 2.2” tommu, glampavarinn litaskjár með 240 x 320 punkta upplausn
  • Forhlaðið TopoActive evrópukort með vegum og leiðum fyrir göngu og hjól
  • Stuðningur fyrir GPS og GLONASS gervihnattakerfin hentar betur við erfiðar aðstæður heldur en að vera með GPS eingöngu
  • 8 GB innra minni fyrir kort og kortarauf fyrir microSD
  • eTrex 32x er einnig með 3ja ása rafeindaáttavita, loftvog og hæðatölvu
  • Rafhlöðuending: Allt að 25 klst í GPS ham með 2 AA rafhlöðum
Heiti vöru Magn

Garmin Íslandskort 2022

Á lager

1

Á lager   

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: 010-02257-01 Vöruflokkur ,

Lýsing

eTrex 22x og eTrex 32x eru bæði einföld í notkun, endingargóð og á góðu verði, sem er það sem eTrex handtækin eru þekkt fyrir, auk þess að koma með forhlöðnu TopoActive korti af Evrópu.  Þessi tæki eru tilvalin á lítil fljórhjól, reiðhjól, báta eða í göngur.

Sjáðu leiðina

eTrex 22x og 32x eru með 2.2“, glampavarinn, 65K litaskjá. Þau eru harðgerð, vatnsþolin og gerð til að standast öll veður.

Kannaðu svæðið

eTrex 22x og 32x handtækin koma forhlaðin með TopoActive Evrópukorti með leiðsögn fyrir götur og með slóðum. Núna geturðu séð umhverfið í kring, eins og vatnafar, landslag, byggingar, landamæri og fleira. Einnig geturðu fundið þúsundir áhugaverðra staða, þar með talið verslanir, veitingastaði, háskóla, bílastæði og fleira.

Haltu staðsetningunni

eTrex línan styðst við bæði GPS og GLONASS, þannig að móttakarinn nær að halda merkinu betur en með GPS eingöngu. eTrex 32x er að auki með 3ja ása rafeindaáttavita, loftvog og hæðatölvu sem gerir þér einfaldara fyrir að halda áttum.

Bættu við kortum

Tækið er með innbyggt 8 GB minni fyrir kort og með rauf fyrir microSD kort þannig að einfalt er að bæta við kortum.

Gervihnattamyndir

Bæði tækin styðja gervihnattamyndir (BirdsEye Satellite Imagery Þarfnast áskriftar) þannig að þú getur hlaðið niður myndum og samtvinnað kortinu í tækinu.

Fjársjóðsleit

eTrex 22x og eTrex 32x styðja geocaching fjársjóðsleit. Þú hleður GPX skrá beint í tækið þitt og getur skoðað upplýsingar eins og staðsetningu, landslag og vísbendingar á Geocaching.com.

Hvert sem er

Fjöldi festinga er í boði fyrir eTrex og er því tilvalið að nota það á fjórhjól, reiðhjól, á bát og að sjálfsögðu í göngu. Notaðu bílafestinguna og City Navigator® NT kort og fáðu götuleiðsögn í tækið eða notaðu harðgerðari festingu og settu tækið á fjórhjól eða mótorhjól. Hvert sem þú ætlar að fara með eTrex tækið, þá er til festing og kort sem hjálpar þér að komast á leiðarenda.

Þér gæti einnig líkað við…