GPSMAP 64

Vörunúmer: 010-01199-00

44.900 kr.

Harðgert, fullkomið handtæki með GPS og GLONASS

  • 2.6″ glampavarinn litaskjár
  • Næmur GPS og GLONASS móttakari með 360 gráðu loftneti
  • 4 GB innra minni og kortarauf fyrir microSD™ minniskort
  • 250,000 forhlaðnior staðir í fjarsjóðaleit frá Geocaching.com
  • Vatnshelt niður á 1 meter í 30 mínútur

Á lager   

Vörunúmer: 010-01199-00 Vöruflokkur

Lýsing

 

GPSMAP 64

GPSMAP 64 er með 2.6″ glampavarinn litaskjá sem styður BirdsEye gervihnattamyndir (þarfnast áskriftar) og Garmin sérsniðin kort. Tækið er sterkbyggt og vatnshelt og er með 360 gráðu loftneti fyrir einstakt gervihnattasamband.

Kannaðu landssvæðið

GPSMAP 64 kemur með alheims grunnkorti. Með ljósmyndaleiðsögn geturðu hlaðið niður ljósmyndum með hnitum sem aðrir deila og látið tækið vísa þér leiðina þangað sem myndin er tekin.

Haltu sambandinu

Með 360 gráðu loftnetinu og næmum GPS og GLONASS móttakara , finnur GPSMAP 64 staðsetninguna þína fljótt og nákvæmlega, og heldur staðsetningunni jafnvel þó þú sért í þéttum skógi eða djúpu gili. Kostirnir eru augljósir – hvort sem þú ert í skóglendi eða innan um háar byggingar, þá geturðu treyst á að  GPSMAP 64 hjálpi þér að finna leiðina þegar þú þarft mest á því að halda.

Bættu við kortum

Að bæta við kortum í tækið er einfalt með úrvali af landakortum, sjókortum og vegakortum frá garmin. Með 4GB innra minni og rauf fyrir microSD minniskort, geturðu hlaðið niður kortum fyrir gönguna, fengið forhlaðið sjókort og sett beint í kortaraufina eða fengið þér vegaleiðsögukort til að rata eftir vegekerfinu og fá leiðsögn beygju fyrir beygju. GPSMAP 64 styður einnig BirdsEye gervihnattamyndir (þarfnast áskriftar) sem gerir þér kleift að hlaða gervihnattamyndum inná tækið þitt og sameina við kortin í tækinu. Að auki geturðu verið með sérsniðin kort, kortasnið sem gerir þér kleift að flyja pappírskort og rafræn kort yfir í kort sem þú getur hlaðið inn á tækið þitt, þér að kostnaðarlausu.

Fjarsjóðsleit

Fjarsjóðaleit er leikur sem virkar út um allan heim, þú setur fjarsjóðastaði í tækið og leikurinn gengur út það að finna með tækinu þessa staði og grafa þar upp „fjarsjóð“ á þeirri staðsetingu. Með því að setja í tækið fjarsjóðastaði hefur þú leiðbeiningar, vísbendingar og leiðarvísbendingar um þann stað. Getur einnig séð myndir. Getur flokkað staðina eftir stærð, erfiðleika og gerð. Þú getur einnig keypt aukalega Chirp sem þú setur hjá „fjársjóðinum“ og það gefur nákvæmari staðsetningu. Meiri upplýsingar á Geocaching.com.

Skipulegðu næstu ferð

Notaðu Basecamp til að skipuleggja þína næstu ferð, Basecamp er forrit sem gerir þér kleift að skoða kort og vinna með leiðir, vegpunkta og fleira. Basecamp er frítt forrit sem gerir þér einnig kleift að búa til Garmin Adventures til að deila með vinum og vandamönnum til að fylgjast með því hvað þú hefur verið að gera. Basecamp birtir kort t.d íslandskort í 2-D eða 3-D á tölvuskjánum hjá þér. Basecamp sýnir hæðarlínur í korti, þegar þú tengir tækið við tölvuna birtast gögnin úr tækinu í tölvunni og þar sérðu leiðir, vegpunkta, hæðabreytingar og fleira. Með Basecamp getur þú einnig hlaðið niður í tækið BirdsEye gervihnattarmyndum.

Þér gæti einnig líkað við…