inReach Mini 2

69.900 kr.

Á lager   

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: 010-02602-02 Vöruflokkur ,

Lýsing

Öryggi er nær en þú heldur

inReach Mini 2 er GPS tækið sem þú þart ef þú vilt vera í sambandi við fólk, en ekkert símsamband er í boði. Þetta gervihnatta samskiptatæki¹ er lófastórt og hentar vel í ferðir þar sem stærð og þyngd skiptir máli.

Iridium gervihnattakerfið sér til þess að þú sért í sambandi jafnvel þó það sé ekker símasamband.

Ef þú lendir í slysi getur þú haft samband við neyðarstöð í gegnum tækið.

Getur haft samband við vini og fjölskyldumeðlimi hvar sem þú ert er í heiminum.

Innbyggt TracBack® hjálpar þér að komast sömu leið til baka ef þú villist.

Garmin Explore™ appið opnar nýja möguleika.

Færð uppfærðar veðurupplýsingar reglulega.

Hægt að senda skilaboð

Þú getur sent skilaboð til tengiliða, skrifað á samskiptamiðla eða átt samskipti við önnur inReach tæki (þarfnast áskriftar).

SOS Hnappur

Ef þú lendir í slysi þá getur þú ýtt á SOS hnappinn. Tækið hefur þá samband við Garmin IERCC hjálparmiðstöðina sem að hefur samband við viðbragðsaðila fyrir þína hönd (þarfnast áskriftar).

Staðsetning

Þú getur séð staðsetninguna þína og deilt henni með vinum og vandamönnum. Þau geta fylgst með trakkinu þínu eða fengið senda núverandi staðsetningu í gegnum MapShare síðuna (þarfnast áskriftar).

Alltaf með samband

Þú þarft ekki lengur að stóla á að vera í símasambandi. Skilaboð, SOS og deiling á staðsetningu fara í gegnum Iridium® gervihnattakerfið (þarfnast áskriftar).

Áskriftaleiðir

Það þarf að kaupa áskrift til að tengjast Iridium gervihnattakerfinu og eiga samskipti við aðra í gegnum Inreach Mini 2. Áskriftaleiðirnar sem eru í boði má sjá neðst á síðunni.

Harðgert

Þetta tæki vegur aðeins 100g, er vatnsþolið (IPX 7) og uppfyllir kröfur Bandaríska hersins um högg- og hitaþol (MIL-STD 810).

Trackback

Trackback eiginleikinn gerir þér kleift að komast til baka á upphafsstað með því að fara sömu leið til baka.

Rafeindakompás

Rafeindakompásinn virkar þegar þú ert á hreyfingu og veitir þér nákvæma leiðsögn.

Rafhlöðuending

Í tækinu er innbyggð endurhlaðanleg lithium rafhlaða sem endist allt að 14 daga í grunnstillingu (punktur tekinn á 10 mínútna fresti) eða allt að 30 daga í orkusparnaði.

Inreach veður

Hægt er að fá veðurspár frá inReach sendar beint í tækið svo þú vitir hvað er í vændum. Bæði fyrir þína staðsetningu og áfangastað.

Gagnageymsla og fleira

Hægt er að tengja við Garmin Explore aðgang sem býður upp á gagnageymslu á ferlum og punktum, þar er einnig hægt að búa til forhlaðin skilaboð, breyta stillingum og fleira.

Garmin explore appið

Auðvelt er að vinna með trökk og punkta í síma eða tölvu með Garmin Explore appinu.

Garmin tæki

Hægt er að tengja inReach Mini 2 við önnur Garmin tæki í þeim tilgangi að senda og taka á móti skilaboðum.

Garmin pilot™ appið

Tækið talar við Garmin Pilot appið sem býður upp á aukin samskipti frá stjórnklefa þegar þú ert ekki í símasambandi. Appið getur nálgast GPS staðsetninguna þína frá tækinu og deilt henni með öðrum.

Áskriftarmöguleikar

Active satellite subscription required. Some jurisdictions regulate or prohibit the use of satellite communications devices. It is the responsibility of the user to know and follow all applicable laws in the jurisdictions where the device is intended to be used.