Oregon 700

69.900 kr.

Harðgert GPS/GLONASS handtæki með innbyggðu Wi-Fi® og fleira

  • Næmur GPS og GLONASS móttakari sem nær betra merki í erfiðum aðstæðum heldur en GPS eitt og sér
  • Endurhannað loftnet bíður uppá betra samband og betri afköst. Tækið er með 3-ása áttavita og loftvog með hæðamæli
  • 3″ glampavarinn snertiskjár sem hægt er að nota bæði lárétt og lóðrétt
  • Þráðlausir tengimöguleikar (Wi-Fi, Bluetooth®, ANT+®); styður við Active Weather og Geocaching Live
  • Með Bluetooth®- geturðu fengið skilaboð í tækið og hlaðið upplýsingum inná Garmin Connect™
  • Vatnshelt niður á 1 meter í 30 mín

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Vörunúmer: 010-01672-01 Vöruflokkur

Lýsing

Aðal eiginleikar oregon 700

3″ Snertiskjár

Fylgjast með staðsetningu tækisns í gegnum síma eða netið

Live Geocaching

3D rafeindakompás

Loftvog með hæðarmæli
At a Glance

Oregon 700 er með endurhannað GPS/GLONASS loftnet sem gerir tækið betra við erfiðar aðstæður. Hvort sem þú ert að ganga, veiða, klifra, róa, eða hvað sem er, þá er þetta tækið fyrir þig. Tækið er með þráðlausa tengimöguleika, (Wi-Fi, Bluetooth and ANT+), styður Active Weather, eins árs BirdsEye Satellite Imagery áskrift og innbyggðan 3ja ása áttavita með loftvog og hæðatölvu.

Skemmtu þér með Geocaching.com

Þráðlausu Wi-Fi og Bluetooth tengingarnar í Oregon 700 gera fjársjóðsleitir (Geocaching) mjög einfaldar og aðgengilegar. Þú getur stillt tækið þannig að það sé alltaf með nýjustu fjársjóðsleitirnar frá Geocaching.com. Óþarfi að slá hnitin inn handvirkt eða vera með útprent á pappír.

Fleiri tengimöguleikar, einfaldari í notkun

Með þráðlausu tengimöguleikunum í Oregon 700 hefur aldrei verið einfaldara að uppfæra hugbúnað, hlaða gögnum inná Garmin Connect eða fá snjallskilaboð í tæki. Einfalt er að deila rauntímaferlum og staðsetningum og hægt að færa gögn þráðlaust á milli sambærilegra tækja. Tengdu tækið við snjallsímann þinn með Bluetooth. Með því að tengja tækið við hann þá færðu tilkynningar frá snjallsímanum þínum á skjáinn í tækinu. Þessar tilkynningar eru t.d. símtöl, smáskilaboð og frá öðrum forritum símans. Þannig að þú getur fylgst með hvað er að gerast á sama tíma og þú ert að fara frá því öllu.

Náðu áttum

Oregon 700 handtækið er stútfullt af eiginleikum sem hjálpa þér að ná áttum bæði á leiðum í kortinu og utan vegar. Tækið er með GPS og GLONASS móttakara auk þess sem tækið er með innbyggða ABC (altimeter, barometer and compass) loftvog og rafeindakompás sem hjálpar til við að ná áttum. Innbyggð loftvog gefur þér nákvæma hæð útfrá lofþrýsingi auk þess sem hún heldur utan um hækkun og lækkun á sérstakri hæðartölvu. Barometer getur verið notaður til að spá fyrir um veðrið með því að sýna hvernig lofþrýsingurinn er að breytast. 3-ása rafeindaráttavita sem gerir þér kleift að sjá stefnu hverning sem staðan þín eða tækisins er, hvort sem að þú ert á ferð eða ekki. Það er einnig í boði TrackBack, sem gerir þér kleift að fara nákvæmlega sömu leið til baka. Það er einnig hægt að vista inn staðsetningar, eins og merkja hvar bílinn þinn er og síðan hægt að finna hann aftur.

Vivid snertiskjár

Oregon 700 er með skarpan og bjartan 3″ snertiskjá sem er einnig með glampavörn. Það er hægt að nota Oregon 700 bæði lárétt og lóðrétt, og snýst skjárinn sjálfkrafa eftir því hvernig er haldið á tækinu. Það er hægt að fá hin ýmsu kort fyrir Oregon 700 eins og t.d Íslandskort sem er bæði götukort og landakort, það er einnig hægt að kaupa sjókort, landakort og vegakort frá nánast öllum stöðum heims. Oregon 700 er einnig sterkbyggt með vatnsheldni niður á 1 meter í 30 mín. Stýrikerfið í Oregon 700 býður þér upp á að sérsníða tækið eftir þröfum og flokka upp skjáinn eftir hvaða smáforrit þér hentar. Það er einnig í boði að ná í auka smáforrit með hjálp snjallsíma tengingar og notar maður Garmin Connect IQ™ online store² til að nálgast þau.

Skipulegðu þín næstu ferð

Notaðu Basecamp til að skipuleggja þína næstu ferð, Basecamp er forrit sem gerir þér kleift að skoða kort og vinna með leiðir, vegpunkta og fleira. Basecamp er frítt forrit sem gerir þér einnig kleift að búa til Garmin Adventures til að deila með vinum og vandamönnum til að fylgjast með því hvað þú hefur verið að gera. Basecamp birtir kort (t.d íslandskort) í 2-D eða 3-D á tölvuskjánum hjá þér. Basecamp sýnir hæðarlínur í korti, þegar þú tengir tækið við tölvuna birtast gögnin úr tækinu í tölvunni og þar sérðu leiðir, vegpunkta, hæðabreytingar og fleira. Með Basecamp getur þú einnig hlaðið niður í tækið BirdsEye gervihnattarmyndum.