Capture Camera Clip

Vörunúmer: CCC-2.0S

7.900 kr.

Þetta er grunn útgáfan af myndavélafestingum fyrir alla ljósmyndara. Festingin heldur vélinni öruggri, hvort sem þú ert með hana fasta við bakpokaól, belti eða tösku. Festingin er úr áli og glerstyrktu næloni. Einfalt og fljótlegt er að losa myndavélina úr festingunni með einum takka. Vinnur með ARCA þrífótum. Capture festingin er örlítið léttari en Capture PRO.

Ekki til á lager (en þú getur lagt inn biðpöntun)

Vörunúmer: CCC-2.0S Vöruflokkur , ,

Lýsing

Fyrir myndavélar og margt fleira

Virkar fyrir flest allar myndavélar

Virkar fyrir DSLR vélar í fullri stærð, speglalausar og litlar point-and-shoot myndavélar. Capture heldur myndavélinni þó hún sé með áfastri linsu eða aukahlutum, eða bara einni og sér.

Stækkanlegt kerfi

Hægt er að fá allskonar viðbætur við Capture Clip festinguna. T.d. er hægt að POV Kit fyrir Garmin Virb/GoPro, Bino Kit fyrir sjónauka og Lens Kit til að geyma linsur og geta skipt snökkt og örugglegta. (viðbætur seldar sér).

Virkar með ARCA þrífótum

Taktu myndavélina úr Capture Clip festingu of festu beint á ARCA þrífót með því að nota Standard hraðsmelluplattann sem fylgir með festingunni. Ef þú ert að skoða festingar sem vinna með Manfrotto RC2 þrífótum, skoðaðu þá CapturePRO.

Virkar með öllum Peak Design ólum

Standard plattinn sem fylgir með, er með fjórum lykkjum/augum til að festa við Anchor ólafestingar, svo að þú getir smellt ólinni fljótt af eða á myndavélina.  a

Aukinn aðgangur, aukið öryggi

Festist á flestar ólar eða belti

Virkar með allt að 7,6 cm breiðum ólum og 1,3 cm þykkum. Festu myndavélina á beltið þitt, töskuna, mittis eða axla strappan á bakpoka og margt fleira. Þannig hefurðu myndavélina ávallt innan seilingar.

Heldur myndavélinni fastri og öruggri

Ólíkt öðrum festingum, þá heldur Capture Clip festingin myndavélinni kyrri og fastri, þannig að hún er kjörin fyrir allskonar útivist eins og göngu, hjól, skíði, bretti, klifur og margt fleira.

Auðvelt að skipta um linsu

Hægt er að festa myndavélina á fjóra vegu í festingunni, þannig að þú getur snúið henni í þá átt sem hentar best fyrir linsu skipti. Og fyrir en sneggri linsuskipti, þá geturðu bætt við Lens Kit.

Sterkt og öruggt

Quick-release festingin þolir yfir 100kg átak og hendar vel fyrir stærstu myndavélar og linsur.

Ál/nælon

Capture Clip er úr áli og glerstyrktu næloni sem gerir það mjög harðgert og veðurþolið. Ef þú vilt útgáfu eingöngu úr áli, kynntu þér þá CapturePRO.

Læsanlegur hnappur

Ef að öryggishnappnum er snúið í 90 gráður, þá læsist hann, og þannig kemurðu í veg fyrir að vélin losni óvart.