-40%

Capture Pro

9.900 kr. 5.940 kr.

Sterkbyggð, hágæða myndavélafesting. Ber örugglega hvaða myndavél sem er á hvaða bakpoka, belti eða tösku sem er. Smíðað úr sterku áli sem er gríðarlega endingargott. Botnplatan passer í flestar gerðir þrífóta og meira að segja er hægt að nota smelluna sjálfa sem festingu á þrífót. Læsingin er einföld og gerir þér kleift að grípa myndavélina með einum takka.

Ekki til á lager

Vörunúmer: CP-2 Vöruflokkur ,

Lýsing

Not sure what camera clip you need? See our comparison guide.

 

VIRKAR FYRIR MYNDAVÉLAR OG MARGT FLEIRA

VIRKAR MEÐ HVAÐA MYNDAVÉL SEM ER

CapturePRO fyrir allar stærðir af myndavélum, frá DSLR í fullri stærð, niður í litlar point-and-shoot myndavélar. Festinguna er hægt að nota fyrir myndavélar með áfastri linsu og öðrum aukahlutum.

 

Viðbætur

Þú getur sett á þig Virb/GoPro með því að bæta við POV Kit, sjónauka með Bino Kit og auk alinsu með Lens Kit. (öll þessi sett eru seld sér)

VINNUR MEÐ ÖÐRUM BÚNAÐI

VIRKAR MEÐ ARCA ÞRÍFÓTUM

Þú getur tekð myndavélina og smelt henni beint í þrífót með ARCA festingu með PROplate festingunni sem fylgir með.

Virkar með flestum MANFROTTO RC-2 þrífótum 

Festu breytistykkin á PROplate festinguna (festing og breytistikki fylgja með) og þá geturðu notað myndavélina þína með bæði ARCA og flestum Manfrotto RC-2 þrífótum. Fyrir lista yfir samhæfanlegar týpur, ýttu hér 

Hægt að nota sem þrífótarfestingu

CapturePRO er með sterkri álplötu með skrúfgangi uppí svo að þú getur fest hana á þrífót eða aðra festingu með  3/8″ skrúfgang. Þannig geturðu notað CapturePRO til að festa og losa myndavélina af þrífætinum með einu handtaki.

Virkar með öllum peak design ólum

PROplate festingin sem fylgir með CapturePRO er með 4 lykkjum sem hægt er að nota fyrir Peak Design Anchor festingar, þannig að þú getur fest hvaða Peak Design ólar við vélina á augabragði.

EINFALDUR AÐGANGUR, AUKIÐ ÖRYGGI

FESTIST Á ALLAR ÓLAR OG BELTI

Virkar með ólum og beltum sem eru allt að 7.6 cm (3”) breitt og 1.3 (0.5”) þykkt. Þú getur fest CapturePRO á beltið þitt, axlar-eða mittisólar á bakpoka, hliðartöskur og margt fleira. Myndavélin verður alltaf innan seilingar.

Heldur myndavélinni fastri og stöðugri 

Ólíkt öðrum festingum, þá helst myndavélin bæði föst og stöðug í CapturePRO festingunni, sem gerir þér kleift að stunda krefjandi áhugamál eins og göngu, skíði, hjólreiðar, snjóbretti og klifur án þess að skaða myndavélina.

Einfalt að skipta um linsu 

Þú getur fest myndavélina á marga vegu og notað festinguna sem grip þegar þú skiptir um linsu, þannig að þú ert enga stund að skipta um linsu. Einnig geturðu bætt við Lens Kit frá Peak Design til að gera linsuskiptin en fljótlegri.

STERKT OG ÖRUGGT

NÓGU STERKT Í ALLA ÚTIVIST

Smellan á CapturePRO festingunni þolir yfir 90kg (200 lbs) átak sem gerir hana nógu öfluga fyrir stórar atvinnu myndavélar og linsur.

Smíðað úr áli 

CapturePro er smíðað úr hágæða áli sem þolir öll veður sem gerir hana frábæra fyrir erfiðustu aðstæður.

Læsanlegur öryggishnappur 

Snúðu öryggishnappinum í 90 gráður til að læsa honum alveg. Þetta getur komið í veg fyrir að vélin losni óvart eða að henni sé stolið.

PLATE LOCK

Festir myndavélina enn betur fyrir aukin stöðuleika sem hentar vel fyrir POV myndbönd.