Solarmonkey Adventurer

15.900 kr.

Þegar stærð og þyngd skiptir máli, þá er Solarmonkey Adventurer lausnin.

Á lager   

Vörunúmer: PTL-SLA001 Vöruflokkur , , ,

Lýsing

Solarmonkey Adventurer er með innbyggða 3500mAh lithium polymer rafhlöðu, LED ljós í fjórum litum til að sýna hleðslu sem er eftir á rafhlöðunni og 5V USB útgang til að hlaða inn á önnur tæki.

Hleðslubankinn vinnur með ýmsum 5V tækjum og getur hlaðið snjallsíma 1-2 sinnum, GPS tæki 1-3 sinnum eða ipad upp í 25%. Einnig er hægt að hlaða höfuðljós, lestölvu, myndavélar og margt fleira.

Hönnunin er lítil og nett og afkastar vel miðað við þyngd. Þyngdin er aðeins 265g með tveimur sólarspeglum sem sem afkasta hámark 3 Wött. Solarmonkey Adventurer byrjar sjálfkrafa að hlaða tækið þegar það er tengt og hagar hleðslunni þannig að hún henti tækinu sem best.

Solarmonkey adventurer er með lykkjur („daisy-chain“) sem gerir það að verkum að þú getur hlaðið síma eða annað tæki á meðan hleðslubankinn er að hlaðast í gegnum sólarhleðsluna. Solarmonkey Adventurer getur haldið áfram að hlaða þó að birta sé lítil, þökk sér MPPT tækni (Maximum Power Point Tracker). Og þegar sólin er sest geturðu haldið áfram að hlaða tækin þín með innbyggðu rafhlöðunni.

Taskan sem kemur með er gerð úr slitsterkum efnum og kemur með karabínu, ólum og lykkjum svo að hleðslubankinn sé vel varinn og geti verið festur örugglega á bakpoka svo að þú getir nýtt sólarljósið sem best á meðan þú ert á ferðinni. Einnig er lítill vasi í töskunni þar sem þú getur geymt snúrur og aðra aukahluti.

Solarmonkey adventurer er með skammhlaupsvörn, yfirálagsvörn, vörn gegn lágri spennu og einangrað batterý sem gefur vinnuhitastig frá -10 upp í 90 gráður celsíus. Þetta hentar þeim sem vilja geta hlaðið í gegnum sólarljós eða af hleðslubanka sem er lítill og léttur.

Vinnur með

Myndavélum

Snjallsímum

Leiðsögu/GPS tæki

Tónlistaspilurum

Höfuðljósum