28/07 2020

Upplýsingar:

Í ljósi fréttaflutnings í dag, þriðjudag, vill Garminbúðin koma á framfæri leiðréttingu um eðli Garmin tækja, upplýsingasöfnun Garmin tækja, Garmin Pay og öryggismál almennt.

Garmin tæki, hvort sem þau eru til nota í bátum, bílum, flugvélum, í fjallgöngum, á reiðhjólum eða á hendi fólks, erusjálfstæð tæki, og þurfa hvorki nettengingu né tengingu við síma til að virka. Þau safna ýmsum upplýsingum samkvæmt stillingum notanda og nýrri tæki, sér í lagi æfingatæki, geta svo með tengingu við netið eða í gegnum síma sent upplýsingar á lokað svæði notanda sem heitir Garmin Connect. Á meðan tölvukerfi Garmin lá niðri, söfnuðu heilsuúr og æfingatæki viðeigandi upplýsingum og þegar þau tengjast aftur Garmin Connect þá færast upplýsingarnar fyrst af tækinu og tapast gögnin því ekki. Garmin úr vista ekki staðsetningu viðkomandi nema þegar um æfingu er að ræða og valið er að nota GPS á æfingunni. Það er því ekki rétt að úrin haldi utan um allar ferðir notenda allan daginn.

Samkvæmt upplýsingum frá Garmin þá virðist ekkert benda til þess að eldri gögn notenda hafi tapast eða átt hafi verið við þau af tölvuþrjótunum. Garmin er annt um viðskiptavini sína og fer með persónuleg gögn af mikilli virðingu og varúð.

Garmin Pay byggir á vottaðri tækni sem samþykkt er af bönkum og greiðslukortafyrirtækjum. Það er almennt viðurkennt að greiðslulausnir með úrum og símum sé öruggari heldur en að bera á sér greiðslukort.  Ekkert bendir til þess að tölvuþrjótar hafi komist yfir kortaupplýsingar notenda og því er ekkert að óttast þar.

Garmin er skráð á hlutabréfamarkaðinn og fylgir fremstu ráðleggingum í öryggismálum og lögum þar að lútandi. Fullyrðingar um að Garmin “sé með allt niður um sig” dæma sig sjálf og þá sem halda slíku fram. Tölvuöryggismál eru í sífelldri skoðun og að fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Garmin er skuli hafa orðið fyrir svo áhrifamikilli árás, segir í raun hversu öflug tölvuþrjótagengin eru orðin. Þetta mun án efa vera mikill lærdómur á heimsvísu og mun efla varnir fyrirtækja enn frekar heldur en að litið sé á að Garmin hafi ekki fylgt öryggisstöðlum og viðurkenndum aðferðum til hins ýtrasta.

Ríkarður Sigmundsson
Framkvæmdastjóri
Garminbúðin / RS Import ehf.

 

 

27/07 2020

Upplýsingar:

Það gleður okkur að upplýsa Garmin viðskiptavini að flest tölvukerfi Garmin sem þurfti að loka síðastliðin fimmtudag, 23/7 2020, eru að komast í gang aftur, þar á meðal Garmin Connect appið og tölvuaðgangur þess. Enn hafa sumar aðgerðir tímabundnar takmarkanir eða virka hægar á meðan verið er að vinna úr gögnum fyrir kerfið. Við viljum þakka viðskiptavinum fyrir þolinmæði ykkar og skilning. Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Garminbúðarinnar eða á eftirfarandi vefslóð hjá Garmin: https://www.garmin.com/en-GB/outage/

 

 

27/07 2020

Garmin yfirlýsing: 

Garmin Ltd. varð fórnarlamb tölvuárásar sem læsti nokkrum kerfum okkar þann 23 júlí, 2020. Af því leiddi að margar af okkar þjónustum urðu fyrir truflunum ásamt þjónustudeild okkar, vefaðgangi, tölvupósti og símkerfi. Garmin hóf tafarlaust mat á aðstæðum og setti í gang verkferla við að koma tölvukerfinu aftur í samt lag.

Garmin hefur ekki fundið neina tilvísun um að persónugögn einstaklinga, þar á meðal kortaupplýsingar vegna Garmin Pay, hafi verið aðgengileg eða verið stolið. Að auki, þá hafði þetta ekki nein áhrif á virkni Garmin tækja að því undanskildu að þau tengdust ekki fyrrnefndum þjónustum. Kerfin sem þetta hafði áhrif á hafa verið enduræst og við búumst við að flestar þjónustur okkar verði komnar í fulla virkni eftir nokkra daga.

Á meðan kerfin eru endurræst, búumst við að sumar þjónustur verði hægvirkari á meðan gríðarlegt magn upplýsinga streymir inn á kerfin og fá viðeigandi vinnslu. Við erum þakklát fyrir þolinmæði viðskiptavina okkar og skilning á meðan þessu stóð og hlakkar til að bjóða áfram upp á framúrskarandi þjónustu sem hefur verið einkenni okkar og hefð.

 

 

26/07 2020

Spurningar og Svör:

Spurning: Hvenær mun ég geta samþætt upplýsingar á Garmin tækinu mínu með Garmin Connect?
Svar: Það gleður okkur að upplýsa að Garmin Connect endurræsing er langt komin þótt allar þjónustur virki ekki alveg eða hægar en venjulega. Hægt er að fylgjast með stöðunni á endurræsingu Garmin Connect hér: https://connect.garmin.com/status/


Spurning: Töpuðust einhver Garmin Connect gögn einstaklinga á meðan á þessu stóð?
Svar: Þrátt fyrir að Garmin Connect hafi ekki verið aðgengilegt á meðan virkni þess lá niðri þá geyma tækin allar æfingar, heilsu- og hreyfiupplýsingar sem tækin söfnuðu á meðan. Þegar tækin ná að samþætta upplýsingarnar við Garmin Connect munu þær birtast þar eftir að unnið hefur verið úr þeim.


Spurning: Hafði þetta einhver áhrif á eldri gögn sem ég átti?
Svar: Við höfum ekki fundið neinar tilvísanir um að persónugögn, þar á meðal Garmin Pay upplýsingar, hafi verið skoðuð, týnst eða stolið.


Spurning: Ég er inReach notandi, virkar SOS og skilaboðaþjónusta þess?
Svar: inReach SOS og skilaboðaþjónusta varð ekki fyrir neinum áhrifum á meðan á þessu stóð. Þetta á við MapShare vefsvæðið og svarsíðu fyrir skilaboðin. Upplýsingar um inReach stöðuna er að finna hér: https://status.inreach.garmin.com


Spurning: Eru Garmin Aviation flugkerfin að fullu virk?
Svar: Garmin Aviation flugkerfin eru að fullu virk núna. Þetta á við um Garmin Pilot appið, flyGarmin, Connext þjónustuna og FltPlan.com. Upplýsingar um stöðu flugkerfa er að finna hér: https://status.flygarmin.com