Approach S20 Golfúr

Vörunúmer:

34.900 kr.

Golfúrið sem hentar þínu spili

  • Færð allar upplýsingar sem þú þarft úr þægilegu og notendavænu viðmóti
  • AutoShot™ game tracker mælir og skráir sjálfkrafa niður skotlengd og þann stað sem skotið var á
  • Færð góða greiningu á fjarlægð í hindranir, doglegs og layups
  • CourseView uppfærir sjálfkrafa velli sem þú spilar oft á þér að kostnaðarlausu
  • Sameinar sportútlit við daglega hreyfingu og snjallsímaskilaboð¹
  • Allt að 15 tíma hleðsla með GPS í gangi
  • Vatnshelt niður á 50 metra

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur ,

Lýsing

Garmin Approach S20 er fyrirferðalítið og létt GPS golfúr sem býður upp á rúmlega 40.000 forhlaðna velli, þeir innihalda hindranir og einnig Green View og Garmin AutoShot™ sem greinir leik þinn á Garmin Connect™. Úrið heldur einnig utan um daglega hreyfingu¹ og tengist við símann þinn og sýnir þér öll skilaboð sem koma frá honum².

At a Glance

Vertu viss áður en þú slærð

Sama hvort þú sért að spila með vinunum á uppáhalds vellinum ykkar eða á velli sem þið hafið aldrei spilað á þá veit Approach S20 hvar þú ert – og hvað það er langt í næstu flöt. Í úrinu er mjög næmur GPS móttakari sem sýnir þér fjarlægðartölur sem gefa þér sjálfstraust fyrir næsta högg. Skjárinn á úrinu er með hárri upplausn og á honum sést fjarlægð að fremsta hluta flatarinnar, miðju flatarinnar og fjærsta punkt flatarinnar, sem og allar hindranir og beygjur í brautinni.

Lærðu meira um þinn eigin leik

AutoShot eiginleikinn í S20 greinir hvert högg³, mælir högglengd og vistar þá staði sem slegið er á svo þú getir greint leikinn þinn á Garmin Connect svæðinu þínu. AutoShot gerir þér einnig kleift að safna saman tölfræði um þinn leik og sýnir þér hvernig þú spilar á hvaða velli sem mun hjálpa þér að bæta þig4.

 

Spilaðu fleiri hringi

Approach S20 inniheldur lithium rafhlöður sem henta vel fyrir lengri hringi. Þú getur auðveldlega náð allt að 15 tímum með úrið í GPS ham áður en þú þarft að hlaða það. Í daglegri notkun getur batteríið enst í allt að átta vikur.

Garmin Connect – Golf umhverfið þitt

Garmin Connect er golf-app sem gefur þér góða greiningu eftir hvern hring. Þú hleður niður hringnum þínum og berð hann saman við þann fyrri; fylgist með framförum í leiknum þínum á hverjum einasta velli. Garmin Connect getur sett saman þinn kjör hring með því að sameina besta skorið þitt á hverri holu svo þú sjáir hvað þú getur orðið góður á hverjum velli.

 

Sjáðu flötina

Green View eiginleikinn í Approach S20 sýnir þér lögunina á flötinni. Þú getur svo fært flaggið á skjánum svo það gefi sem nákvæmasta fjarlægðartölu að holunni.

Haltu utan um skorið í úrinu

Approach S20 heldur auðveldlega utan um skorið þitt í golfhringnum. Þegar þú klárar hringinn getur þú vistað, skoðað og notað Garmin Connect™ appið til þess að deila skorinu þínu með vinum þínum á netinu.

Tengdur við símann

Þú munt ekki missa af mikilvægu smáskilaboði, tölvupóst eða tilkynningu á golfvellinum, því öll snjallsímaskilaboð birtast á úrinu. Approach S20 er snjallúr sem tengist við símann þinn og sýnir þér öll skilaboð sem þar birtast. Með Bluetooth® tækninni getur þú lesið tölvupóst eða smáskilaboð á vellinum. Approach S20 býður einnig upp á þann möguleika að tengja úrið við Garmin TruSwing™, sem greinir sveifluna þína og sendir þér upplýsingarnar beint í úrið – þú þarft því ekki að tengja það við símann. S20 og TruSwing™ gera þér því kleift að lesa ítarlega sveiflugreiningu frá úlnliðnum.

Þú þarft ekkert annað úr

Ekki nóg með það að Approach S20 sé flott heldur er það einnig klukka, svo þú getur gengið með það dags daglega. Það er vatnshelt niður á 50m, virkar sem heilsuúr sem telur skref og setur þér markmið í átt að heilsusamlegri lífsstíl. Einnig er vegalengdamælir í úrinu svo þú getir séð hvað þú ert búinn að ganga marga kílómetra.

¹Activity tracking accuracy
²Þegar það er parað með samhæfum snjallsíma (compatible smartphone)
³Hvernig boltinn liggur og boltasnerting getur haft áhrif á högggreiningu. Pútt eru ekki mæld. Sum högg, þá sérstaklega vippur inn á green, mælast stundum ekki.
4AutoShot fyrir Garmin Connect™ Snjallsíma er í þróun og verður tilbúið um mitt ár 2016.
The Bluetooth® logo is owned by the Bluetooth SIG, Inc. and any use of such mark by Garmin is under license.

Þér gæti einnig líkað við…