Edge 520 Plus

Vörunúmer:

49.900 kr.65.900 kr.

Fullkomin GPS hjólatölva sem hentar í leiðsögn og keppnir

  • Auknar hjólaviðvaranir og forhlaðið Garmin hjólakort sem býður uppá leiðsögn hvort sem þú ert á hjólaleiðum á malbiki eða utanvegar
  • Forhlaðið Strava Live Segments gerir þér kleift að keppi við þín eigin met eða annara. Árangurinn sérðu á skjánum í rauntíma
  • Vertu tengd/ur með snjallsíma til að nota LiveTrack og GroupTrack, fá snjallviðvaranir, senda skilaboð milli tækja og nota incident detection
  • Fylgist með hámarks súrefnisupptöku (VO2 max) og áætlar hvíldartíma þegar tækið er notað með aflmæli og púlsmæli
  • Skráir Functional Threshold Power (FTP) og líkamsbeitingu þegar það er notað með Vector™ aflmæli
  • Rafhlöðuending: allt að 15 klst
Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Vöruflokkur

Lýsing

Með Edge 520 Plus geturðu æft hnitmiðað og notað tækið til þess að finna nýjar leiðir. Tölvan er með góða leiðsögn, innbyggðar áskoranir/æfingar, með góðan litaskjá, forhlaðin Strava Live Segments og innbyggt Garmin hjólakort með leiðarvísun. Hvort sem þú ert að finna þér nýjar leiðir eða berjast við besta tíman, þá er Edge 520 Plus akkurat það sem þú þarft.

Fullkomin leiðsögn með Garmin hjólakorti

Edge 520 Plus kemur forhlaðið með hjólakorti frá garmin sem bíður uppá góða leiðsögn, lætur þig vita af beygjum framundan, getur leiðbeint þér aftur inná rétta leið og getur leiðbeint þér til baka á upphafspungt.

Skilaboð á milli tækja

Nú geturðu haft símann í vasanum og þarft ekki að hafa áhyggjur af félögunum sem eru langt á undan eða dragast afturúr. Hægt er að forvitnast um félagana með því að senda forskrifuð skilaboð á milli Edge 520 Plus tækja (með samhæfðum snjallsíma). Þannig geturðu látið félagana vita hvort þú náir þeim eða hvort þeir eigi að halda áfram án þín. Ef eitthvað kemur uppá, eins og sprungið dekk, þá geturðu sent skilaboð á þá sem eru paraðir í hópinn (GroupTrack) þannig að þeir geta fundið þig.

Fullkomnar æfingaupplýsingar

Edge 520 Plus tengist hraðamælum, cadencemælum og púlsmælum í gegnum ANT+®. Einnig er hægt að tengja Edge 520 Plus við Vector 3 aflmæla til þess að fá enn fleiri upplýsingar um æfingarnar og formið sem þú ert í. Vector 3 eru fullkomnir aflmælar sem mæla heildar afl, jafnvægi milli hægri og vinstri, og cadence. Einnig er hægt að fá upplýsingar um hvernig þú beitir þér á hjólinu og þá geturðu séð hvar á pedalan þú ert að beita aflinu, hvar í sveiflunni þú notar mesta aflið.

Með því að bæta við púlsmæli (seldur sér) geturðu fengið upplýsingar um líkamlegt form. Hægt er að fá upplýsingar um hámarks súrefnisupptöku (VO2 max) og ráðleggingar um hvíldartíma sem þú ættir að taka þér áður en þú tekur aðra stífa æfingu (recovery advisor). Með því að sameina allar þessar upplýsingar inná Garmin Connect™ geturðu fylgst með árangri og bætingu milli æfinga.

Settu upp tækið fyrir þína notkun

Það er einfalt að sérsníða Edge 520 Plus eftir þínu höfði með því að sækja ókeypis forrit, viðbætur og upplýsingaglugga í gegnum Connect IQ™ store. Smáforrit eins og AccuWeather MinuteCast spáir fyrir um veður og lætur þig vita t.d hvenær byrjar eða hættir að rigna. Með MPA og power appi frá Xert geturðu séð ef þú ferð yfir hámarks afl. Þú getur sérsniðið skjáinn að þínum þörfum og getur haft þær upplýsingar sem þú þarft á einum skjá.

Hjólaðu af öryggi

Edge 520 Plus vinnur með Varia™ línunni frá Garmin og getur þar með tengst við afturradar og snjallljós. Með því að para þessi tæki við Edge hjólatölvuna geturðu fengið viðvaranir um nálæga bíla beint á skjá tækisins og einnig gert þig meira áberandi fyrir ökumenn að sjá. Notaðu LiveTrack og láttu fjölskildu og vini fylgjast með þér í rauntíma, eða notaðu GroupTrack til að fylgjast með allt að 50 hjólafélögum þínum. Einnig geta þeir fylgst með þér sem getur komið sér vel ef þú eða einhver vrður viðskila við hópinn.

Strava Live Segments heldur þér við efnið

Garmin og Strava hjálpa þér og hvetja þig áfram. Þú færð áminninga í upphafi og enda hvers segmants og getur keppt við þinn besta tíma eða besta tíma Stravafélaga þinna og borið ykkur saman. Með forhlöðnu Strava Routes Connect IQ appi geturðu sent stjörnumerkt segments þráðlaust í Edge tækið þannig að þú getur notað leiðsögn og keppt á uppáhalds strava segmentinu þínu á sama tíma.

Með kaupum á Edge 520 Plus færðu fría 60 daga áskrift af Strava Premium.

Skipulegðu keppnisdaginn með Best Bike Split

Í Edge 520 Plus er forhlaðið Best Bike Split app sem sem sýnir þér hvernig breitingar á þyngd, afli og mótstöðu getur haft áhrif á Tíman þinn. Einnig býr appið til keppnisplan fyrir þig sem þú getur fylgt til þess að ná sem bestum tíma. Þú parar Edge 520 Plus við Best Bike Split aðganginn þinn og þannig geturðu fengið keppnisáætlanirnar þínar beint í tækið.

Frá áætlun til árangurs með TrainingPeaks

Að setja upp æfingarplan í Edge 520 Plus er minnsta mál með TrainingPeaks Connect IQ appinu. Appið kemur forhlaðið í tækinu. Það leiðir þig í gegnum æfingarnar í rauntíma og gefurð þér intensity markmið og tímamarkmið fyrir hvern hluta æfingarinnar. Eftir æfinguna færirðu upplýsingarnar yfir á TrainingPeaks appið sem greinir upplýsingar og sýnir þér árangurinn í áttina að markmiðinu þínu.

Trailforks App

Með Trailforks appinu geturðu hlaðið niður hjólaleiðum og notað í tækinu þegar þú ert ekki tengd/ur við netið. Í appinu eru leiðir frá yfir 80 löndum, og innihalda þessar leiðir ýmsar landfræðilegar upplýsingar, upplýsingar um áhugaverða staði, heatmaps, aðstæður á brautinni, myndir, myndbönd og margt fleira. Hvar sem þú ert, þá hefurðu aðgang að nýjustu upplýsingum, þannig að þú getur planað ferðir, uppgötvað nýjar leiðir og aukið öryggi og ánægju í hjólaferðinni. Með tengingu við Edge 520 Plus geturðu skoðað allar bestu Trailforks leiðirnar beint fyrir framan þig.

At a Glance